Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1933, Blaðsíða 8

Ægir - 01.02.1933, Blaðsíða 8
50 ÆGIR Þorsteinsson skipstjóri, sem bar fram svo hljóðandi tillögu: »Fundurinn skorar á stjórn Fisksölu- sambandsins að leyfa sölu á blautum saltfiski, ef verð það, er seljandi getur fengið, er að áliti stjórnarinnar, viðun- andi«. Ymsir fleiri tóku til máls. Kristján Bergsson bar fram svo hljóð- andi tillögu: »Fundurinn lýsir trausti á stjórn Sölu- sambands islenzkra fiskframleiðenda og vottar henni þakkir fyrir vel unnið starf«. Tillagan borin upp og samþykkt með öllum greiddum atkv. — Þegar hér var komið tók Þorsteinn Þorsteinsson sína tillögu aftur. Þá var tillaga Óskars Halldórssonar bor- in undir atkv. og felld með öllum greidd- um atkv. gegn einu. Fleira gerðist ekki. Fundi slitið. Geir Sigurðsson, Arnór Guðmundsson, fundarstjóri. fundarskrifari. Skýrsla frá fiskifulltrúanum á Spáni. Prolongation Urgell, 4—5, Barcelona 15. jan. 1933. Þar eð ég hef áður drepið á ýms at- riði í sambandi við heildverzlun með saltfisk hér syðra, vildi ég nú gera hreint fyrir mínum dyrum og minnast á það helzta, sem ekki hefur verið drepið á áður. Þekki ég auðvitað bezt verzlunarhætti hér í Katalóníu og byrja því á þeim. en skýri síðan frá þeim, sem frábrugðnir eru annarsstaðar. Hér í Barcelóna eru 8 innflytjendur. Annarsstaðar við Miðjarðarhafið eru þeir sjaldnast nema 2—4, en nokkuð fleiri í hverjum bæ á norðurströndinni og i Portúgal. Auk sallfisksins selja flestir þeirra saltaðar sardínur í byttum, sem hingað koma frá landi Baskanna, hert- an sjóál (congrio) og sundmaga. í Bilbao og Sevilla selja innflytjendurnir þar oft ýmsa framleiðslu frá Suður-Ameríku, svo sem kaffi. Innflytjendurnir standa i fremstu röð kaupmanna á Spáni og eru flestir prýði- lega vel menntaðir menn. Einn þeirra, Don Santiago Daurella, er doktor í lög- um, en faðir hans, er stofnaði firmað, var einn af helztu heimspekingum síns tíma, og merkustu vísindamönnum Spán- ar. Var hann prófessor í rökfræði og heimspeki við háskólann í Barcelona og vísirektor hans. Eru flest firmun gömul og hafa byrjað á tímum feðra þeirra er nú standa fyrir þeim, og standa á gömlum merg, enda er ekki auðhlaupið að stofna ný firmu til að starfa að saltfisksinnflutningi. Það er afar fjárfrekur atvinnuvegur, eins og menn geta séð á því að heilir farmar fara til eins manns og hann getur jafn- vel haft tvo á floti í einu. Vita það og allir, að hann er seldur gegn staðgreiðslu, sem það er kallað, þegar fiskurínn er greiddur gegn framvísun farmskírteina i London. Útflytjendur heima hafa um- boðsmenn hér syðra, sem sjá um og ganga frá öllum samningum, bæði um verð, tegund og gæði. Þegar kaupsamn- ingur er undirskrifaður, verður inuflytj- andinn þegar að sjá um greiðsluna. Skeð- ur hún þannig, að innflytjandinn fær viðskiptabanka sinn til að leggja fé á reikning í einhverjum banka í London. Leggur hann fyrir þennan banka sem við getum kallað Barclays Bank, að greiða

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.