Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1933, Blaðsíða 4

Ægir - 01.02.1933, Blaðsíða 4
46 ÆGIR t Johannes Schmidt. Prófessor, dr. phil. & scient. »Dáinn, horflnn . . . . « Fyrir fáum dögum barst sú sorgarfregn hingað, að prófessor Johannes Schmidt væri dáinn. Eg ætlaði varla að trúa því. Eg hafði kvatt hann heilan og glaðan fyrir 4 mánuðum á heimili hans, á Carls- berg og fengið frá honum bréf fyrir rúm- um mánuði; átti ég því alls ekki áslíku von. En fregnin var því miður sönn. Sjólíffræðin hefur með honum misst einn af sínum ágætustu frömuðum, Danmörk einn af sínum beztu og frægustu sonum og ísland göfugan og góðan vin. Ég hef all-oft haft tækifæri tilað minn- ast á prófessor Scmidt og fiskirannsókna- starfsemi hans hér við land og víða um höf í Ægi, sérstaklega í sambandi við25 ára afmæli Fiskirannsóknanna í 21. árg. nr. 5, og býst ég við að lesendum blaðs- ins sé mörgum nokkuð kunnugt um það. Get ég því vel verið stuttorður og það því fremur, sem mag. Árni Friðriksson hefur minnst hans að maklegleikum i Morgunblaðinu 24. þ. m. Próf. Schmidt varð ekki ellin að meini; hann var fæddur 2. jan. 1877 í Jægers- pris á Sjálandi, þar sem faðir hans var hallarráðsmaður. Æskuheimili hans var á mjóu nesi milii Roskilde- og Isefjord, og kynntist hann því snemma sjónum — kyrrlátum dönskum innfjarðasjó, að vísu, og lífinu i honum, á smásveina visu, en síðar sem aðstoðarmaður á líffræðistöðinni heimahöfunum yfirleitt; svo færði hann á víkinga vísu út kvfarnar, lagði undir sig úthöfin, fyrst Norður-Atlantshafið með Miðjarðarhafi og Svartahafi og að síðustu, á ferðinni miklu kringum jörðina, Iíyrrahaf, Indlandshaf og Suður-Atlantshaf. Annars leit ekki í fyrstu út fyrir, að Schmidt yrði neinn sjógarpur og einn af »the Founders of Oceanography« (stofn- endum haffræðinnar), eins og Bretar telja hann, því að hann lagði á náms- árum sínum mesta stund á jurtafræði (samdi t. d. í félagi við annan mann, stóra bók um bakteríur), tókst að loknu prófi ferð á hendur til Austur-Asíu (Sí- am) rétt fyrir aldamótin, til þess að rann- saka þar hinn einkennilega leirugróður hitabeltisstrandanna, mangróve-skógana og varð (1903) doktor fyrir rit sitt um það efni. Á þeirri ferð kynnlist hann út- höfunum og eftir að hann kom heim, varð hann aðstoðarmaður á líffræðistöð- inni (Biologisk Station), hjá hinum merka brautryðjanda á sjólíffræðisviðinu, Dr. C. G. J. Petersen, og hefur hjá honum feng- ið ágætan undirbúning undir starf það, sem svo varð lífsstarf bans. 1910 varð hann forstöðumaður líffræðideildar Carls- berg-rannsóknastofunnar og prófessor að nafnbót. Árið 1902 var samþjóða sjó- og fiski- rannsókna samvinnan bafin og Dönum falið að framkvæma þær rannsóknir við Færeyjar og ísland. Vorið 1903 gerðu þeir út togarann »Thor« (síðar björgun- arskipið »Pór«), sem rannsóknarskip til íslands og veitti Schmidt fiskirannsókn- unum forstöðu. Pegar þeir Schmidt komu út hingað, gátu þeir tekið undir með Jónasi og sagt: »mjög þarf nú að mörgu að hyggja«, því að sjórinn umhverfis ísland var þá lítið plægður akur, frá sjónarmiði náttúru- fræðingsins séð, en þeir félagar plægðu ólrauðir og skáru upp mikla nýja þekk- ingu, enda þótt tíminn og féð til rann-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.