Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1933, Blaðsíða 18

Ægir - 01.02.1933, Blaðsíða 18
60 ÆGIR svo úr öllu bralli, að smákaupmenn hafa ekki verið í sífeldri angist út af því að fiskur sá, sem keyptur hefur verið dag- inn áður, falli ekki svo í verði að hann skaðist á kaupunum. 1 símskeytum heim hef ég þó varað við að lögfesta Fisksölusambandíð, enda ættu önnur ráð að duga, til að ná þeim hagsbótum, sem lögskipuð samvinna mundi færa mönnum. ókosturinn við að lögfesta er sá, að hvað lítið sem á milli hæri slíkrar einkasölu og innflytjenda hér, mundi það verða talið meira eða minna opinbert mál, og hann hefði til- hneigingu til að hlaupa með öll sín klögumál í ríkisstjórnina hér og heimta að hún tæki málsstað hans. Hefur það og verið eitt af helztu árásarefnum á Sölusambandið, að það sé þvingunarsíofn- un til að halda uppi ónáttúrlega háu verði og hefur mörgum orðum verið eytt að því í Italíu, að sanna, að ríkið standi á bak við það. Þar sem svo virðist, sem Norðmenn muni koma upp einkasölu hjá sér, mun byggilegra fyrir okkur að sjá hversu henni verður tekið af inn- flytjendum. Þeir hafa og sendisveitir sín- ar í helztu markaðslöndunum, sem hafa það hlutverk að bera blak af þeim ef á þá er ráðist, og mundu að sjálfsögðu halda uppi vörnum bæði í blöðunum og beint við stjórnarvöldin. Hafa þeir því betri aðstöðu, en við sem mundum eiga slíkt undir dönskum mönnum, sem auð- vitað þekkja ekki til hvernig málum er háttað á íslandi og geta þeir verið ágæt- ismenn þar fyrir. Hvernig sem samvinnunni verður hátt- að í framtíðinni, þurfum við að reyna að hafa meira vald á framleiðslunni, en nú. Líklega verður framtíðarskipulagið á fiskveiðum okkar það, að frysta verð- mætasta fískinn, helzt um borð í skip- unum, herða ruslið, svo að það sé ekki að flækjast fyrir, en salta stóran þorsk og löngu. Verðum við þá að finna út hve mikið hver markaður þolir, og verka að eins það, sem nauðsynlegt er handa honum, því fæstir markaðir þola stórar sveiflur á framboðinu. En auk skipulags á sölunni verðum við að treysta á vandvirkni hvers ein- staks, sem vinnur við verkunina, til að gera framleiðsluvörur okkar svo vel úr garði, að engir standi okkur þar á sporði. Án góðrar vöru er fótunum kippt und- an hinu fullkomnasta söluskipulagi. Virðingarfyllst Helgi P. Briem. Aths. Til skýringar á niðurlagi þessar- ar skýrslu hr. Helga P. Briem. þar sem hann talar um »að herða ruslið«, skal það tekið fram, að frá honum hefur ný- lega komið löng skýrsla um harðfisk- verkun, þar sem hann leggur til að Is- lendingar taki upp slíka verkun að nokkru leyti, eins og Norðmenn, en sökum þrensla i Ægi, hefur ekki verið hægt að birta þar enn þá þessa skýrslu hr. Helga Jarðslaginn. SUýrsla til Fiskifélags Islands. I. Það er löngu kunnugt orðið, að í salt- blöndum getur lifað mesti urmull af smá- verum, meira að segja í sterkustu salt- blöndum, sem hægt er að framleiða (mett- uðum saltbl.). Þetta á bæði við saltblönd- ur þær, sem til eru í náttúrunni (t. d. saltvötn) og saltblöndur, sem gerðar eru af mannavöldum, annaðhvort við salt- vinnslu eða hirðingu matvæla (pækill).

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.