Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1933, Blaðsíða 25

Ægir - 01.02.1933, Blaðsíða 25
ÆGIR 67 hreinsunarefna þarf talsverða varkárni og má þau því að eins nota eftir leið- sögu manna, sem með þau kunna að fara. Sé nú þeirri reglu fylgt, að sótthreinsa þannig geymsluhúsin, þegar þau eru tóm, og lestar skipanna, sem flytja eiga saltið, álítur Höye, að fiskskemmdir af völdum svepps þessa, muni minnka til muna. Ennfremur verður auðvitað á sama hátt að hreinsa öll verkfæri og föt, sem nálægt saltinu og fiskinum koma, og gæta þess, að salt eða fiskur með svepp- unum á, nái ekki að smita frá sér, auk þess sem val á svepplausu salti er sjálf- sagt. Tilraunir, sem gerðar hafa verið í stórum stíl, sanna að aðferðir þessar gefa góðan árangur. Auk saltfiskssveppsins (Tor. epizoa C.) getur Höye um ýmsar fleiri rotplöntu- tegundir, sem hann fann á saltfiski og í loftinu umhverfis fiskverkunarstöðvarn- ar, en rannsakaði aðeins litið eitt. Voru það ýmsar sveppategundir t. d.: Peni- cilium, AspergiIIus, Sarcinomyces o. fl. sem engan skaða virtust gera á flskinum eða gátu jafnvel ekki lifað á honum, ennfremur nokkrar gerlategundir, þar á meðal nokkrar, sem gerðu fiskinn rauðan. Annars segir Höye að á rauðum fiskskemmdum beri mjög lítil í Noregi, þær flnnist aðallega á íslandi, Færeyjum og Frakklandi (Agitation ?). Um svipað leyti og Höye, rannsakaði einnig Grau saltfiskssveppinn. Rannsak- aði hann einkum áhrif söltunar ogþurk- unar á vöxt og útbreiðslu sveppsins. Hélt hann því fram, að vöxtur svepps- ins væri eingöngu undir því kominn, hvernig fiskur væri saltaður og þurkaður. Með nægilegu salti og þurki taldi hann mögulegt að hindra vöxt sveppsins á fiskinum eða jafnvel drepa hann. Höye mótmælti þessu mjög og sýndi fram á, að rannsóknir og tilraunir, sem hann hafði gert þessu viðvíkjandi, bentu í gagn- stæða átt. Árið 1919 birti Klebahn (Hamborg), mjög ítarlega skýrslu um rannsóknir sin- ar á fiskskemmdum og þar á meðal á saltfiskssveppnum. Kemst hann þar að sömu niðurstöðu og Höye og ráðleggur sömu hreinsunaraðferðir í Þýzkalandi. Skýrsla Klebahns er það siðasta, sem ég' hef enn þá fundið um þessa tegund fiskskemmda og takandi er mark á. Veit ég þvi ekki, hvernig þeim er háttað nú í Noregi eða Pýzkalandi, eða hvort þær hafa minnkað þar til muna. Svo mik- ið er þó vist að fiskverkunarstöð ein í Geestemúnde (Þýzkalandi), tók upp sótt- hreinsun til þess að verjast saltfisks- sveppnum, og var árangurinn góður. Er því sennilegt, að aðferð þessi hafi rutt sér til rúms. Hvað jarðslagann á íslandi snertir, þá er sjálfsagt að reyna hreinsunaraðferðir þær, sem Höye ráðlagði og lýst var hér að framan, því að þær útrýma rauðu gerl- unum úr skipum og húsum, engu síð- ur en sveppunum. Að slíkri hreinsun verður þó því að eins gagn, að minnsta kosti þegar um rauðugerlana er að ræða, að hægt verði að koma í veg fyrir það, að þær berist til landsins með saltinu, en til þess þarf vandað eftirlit og val á salti. Khöfn 28. jan. 1933. Sig. H. Pétursson. Verð „Ægis". Að gefnu tilefni ska! þess getið, að ár- gangur ritsins kostar 3 krónur, hvort sem kaupendur eru félagar Fiskifélagsins eða ekki. Ritstjórinn.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.