Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1933, Blaðsíða 7

Ægir - 01.02.1933, Blaðsíða 7
ÆGIR 49 og Brynjúlfur Björnsson tannlæknir (með lófataki). Varaendurskoðendur: Georg ólafsson með 22 átkv. og Matth. ólafsson endur- kosinn með 20 atkv. Þegar .hér var komið ákvað fundarstj. hlé til kl. 17. Kl. 17 var fundinum haldið áfram á sama stað. Tekið fyrir: VI. Önnur mál, sem upp kunn aðverða borin. Benedikt Sveinsson hóf umræður um dragnótaveiðar. Rakti hann ítarlega sögu þessa máls og afskiptí Alþingis af því. Taldí hann, að veiði þessi hefði orð- ið fiskimönnum til litils gagns, heldur hið gagnstæða. Sömuleiðis hefði reynzl- an sýnt, að veiði þessi spillti annari veiði og grandaði ungfiski. Ræðumaður bar fram svo hljóðandi tillögu í tveim liðum: a. Aðalfundur Fiskifélags Islands skor- ar á næsta Alþingi að setja lög, er láti alla þá, er rétt hafa til veiða í landhelgi við ísland, gegna sömu skyldum full- komlega að því er snertir allskonar ínn- flutningsgjöld og útflutningsgjöld, vita- gjöld, hafnargjöld, tekjuskatt o. s. frv., svo endi verði bundinn á það óþolandi misrétti, er verið hefur og enn þá er látið viðgangast í því efni. b. Ennfremur skorar fundurinn á næsta Alþingi að setja ákvæði um að lögilda þurfi af íslenzkum stjórnarvöldum, drag- nætur þær, sem leyft er að veiða með í landhelgi, með greinilegum og fullnægj- andi einkennum, til þess að tryggt sé, að þær hafi heimilaða möskvastærð og annan frágang, en þungur sektir liggi við ef út af er brugðið. Árni Friðriksson fiskifræðingur og Ósk- ar Halldórsson ræddu um nokkur atriði í ræðu frummælanda. Sigurður Krist- jánsson ritstjóri taldi nokkurn eðlismun vera á brotum innlendra og erlendra fiskimanna þeirra, sem sekir verða um brot á lögunum um bann gegn botn- vörpuveiðum í landhelgi og benti á, hvort ekki mundi tiltækilegt að íhuga breytingu á sektarákvæðum út frá þessari for- sendu. Ýmsir fleiri tóku til máls um tillögu Benedikts Sveinssonar og að loknum umræðum, var hún borin undir atkvæði í tvennu lagi. Var fyrri hluti tillögunnar samþykktur með öllum greiddum at- kvæðum, en síðari hlutinn með öllum greiddum atkvæðum gegn einu. Arngr. Bjarnason spurðist fyrir um það, hvað liði undirbúningi á lögum félagsins, sem síðasta Fiskiþing fól félagsstjórninni að framkvæma. Svaráði forseti fyrirspurninni á þá leið, að tillögur um breytÍDgar á lögum fé- lagsins, mundu verða lagðar fyrir næsta Fiskiþing. Arngr. Bjarnason bar fram tillögu um það að næsti aðalfundur félagsins, yrði ekki háldinn fyr en um líkt leyti og næsta Fiskiþing. Þessari tillögu andmælti forseti félags- ins með þeirri forsendu, að þá ynnist ekki tími til að búa mál undir þingið á aðalfundi. Spunnust nokkrar umræður um tillöguna. Var hún að lokum samþ. með 24 atkv. gegn 12. Óskar Halldórsson bar fram svohljóð- andi tillögu : »Fundurinn skorar stjórn Fiskifélags- ins að beita sér fyrir þvi, að einkasalan á .blautsöltuðum fiski verði afnumin nú þegar«. Auk tillögumanns tóku til máls: Haf- steinn Bergþórsson, Benedikt Sveinsson og ólafur Thors, sem gerði grein fyrir ástæðum þeim, sem lágu til þess, að hann gaf út bráðabirgðalögin um einka- sölu á saltfiski. Ennfremur töluðu Magn- ús Sigurðsson bankastjóri og Þorsteinn

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.