Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.04.1933, Qupperneq 16

Ægir - 01.04.1933, Qupperneq 16
110 ÆGIR við hið mikla íiski við Island og verð- fall muni stafa af því. Samkvæmt upplýsingum, sem ég hef fengið frá Sevilla, hefur innflutningur- inn þangað numið 6.206 lestum á sið- astliðnu ári. Hefur Trueba y Pardo flutt ina tæplega 4000 lestir, en Lazo afgang- inn. Skiptist innflutningurinn svo á lönd að 2.127 lestir komu frá íslandi, 1544 frá Newfoundland, 890 frá Færeyjum, 788 frá spönsku útgerðinni í Pasajes, 341 frá Noregi, 257 frá Hamborg, og mun þar af vera töluvert af grænlenzk- um fiski, 160 lestir frá Frakklandi, en afgangurinn, tæpar 100 lestir kom f'rá Bretlandi. ítaliumarkaðurinn hefur lagast mikið, og er eftirspurn þaðan talin allgóð. Hefur því verið selt þangað mikið af fiski frá Newfoundlandi, aðallega lil Neapel, en 340 lestir hafa einnig komið til Genúa. Einnig hafa borist fréltir um að stjórnin i Brasiliu sé farin að veita gjaldeyris-leyfi til fiskkaupa, allt að £ 1000 í einu. Eru Newfoundlandsmenn því mjög fegnir, enda hafa þeir haft fá fagnaðarefni í vetur. Portúgalsmarkaðurinn liefur verið' þeim erfiður og sífeldar kvartanir um vörugæðin, og í Grikklandi er islenzki fiskurinn talinn svo mikið betri, að einn af umboðsmönnum þeirra segir að varla sé hægt að fá nokkurt verð fyrir fisk þeirra, meðan íslenzkur fiskur sé fáan- legur, því verkun okkar líki svo miklu betur. Eiu því sterkar raddir um að stofna til fiskimats í Newfoundland, að dæmi lslendinga. lJar sem þær hafa oft komið fram áður, er naumast við því að búast að kostað verði til þess, þegar fjárhagur ríkisins er sem hann er nú. 1 Portúgal er talið að innflyténdur séu búnir að byrgja sig svo vel upp, að þeir hugsi naumasl lil að kaupa neitt af fiski fyr en í maí. Hefur það og stapp- að stálinu i innflytjendur að bíða með kaup sín, að verðinu í Noregi hefur hrakað nokkuð, því það mun hafa verið sett heldur hátt, sérstaklega þar sem Is- lendingar hækkuðu ekki sitt verð að sama skapi, og kusu heldur að selja. Til Oporto hafa fluzt rúmlega 1800 lestir af blautum fiski til þurkunar þar. Hefur hann verið keyptur frá Frakk- landi. Einnig hefur komið þangað nokk- uð af grænlenzkum fiski, með skútum Portúgals-manna, en ekki hefur hans gætt á markaðinum. Undanfarið hefur verið sú ró yfir op- inberu lífi hér syðra, að ég hef ekki minnst á það lengi. Vonandi helzt hún áfram, og eru heldur líkur til að svo verði, úr því að kosningarnar i Portú- gal eru um garð gengnar. Hefur verið einveldi þar i landi, undir stjórn Carm- ona hershöfðingja. Vildi hann slaka svo til, að kosið væri ráðgefandi þing, og var gert stjórnarskrár-frumvarp, sem lagt var fyrir þjóðina til atkvæðagreiðslu á sunnudaginn var. Er þar gert ráð fyrir að þing þjóðarinnar sé endurreist, en það hefur litið vald, nema til að ræða landsins gagn og nauðsynjar, í þrjá mán- uði á ári. Ríkisstjórnin er því ekki háð, meðlimir hennar eru skipaðir af forseta •ríkisins. Kosningarréttur var mjög takmarkað- ur, því aðeins heimilisfeður, sem gjalda skatt, höfðu kosningarrétt, og þeir gálu aðeins sagt já eða nei við frumvarpinu. Enþvívar lýstyfir fyrir kosningarnar, að öll ónotuð atkvæði mundu vera talin greidd með frumvarpinu. Þessa ákvæðis var þó ekki þörf, því mörgum sinnum fleiri atkvæði voru greidd með frum- varpinu en móti því, og hefði það fengið meiri hluta, jafnvel þó ónotuð atkvæði væru talin greidd gegn frumvarpinu. I5ó

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.