Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1933, Síða 21

Ægir - 01.04.1933, Síða 21
ÆGIR 115 Lifrarbræðslufélag Norðfirðinga tuttugu og fimm ára. Hinn 6. apríl s. 1. voru liðin 25 ár síð- an Lifrarbræðslufélag Norðíirðinga var lormlega stofnað. Hefur félagið jafnan starfað síðan og hagur þess oftast verið góður og viðgangur þess aukist. Tildrög félagsstofnunarinnar eru þau, að árið 1906 höfðu allflestir útgerðar- menn hér á Norðfirði, samtök með sér og keyptu ófullkomin áhöld til lifrar- hræðslu. Gafst tilraun þessi vel og var starfað með sama fyrirkomulagi árið 1907. Um veturinn 1908 var svo félagið stofnað og voru gefin út 242 hlutabréf á 5 kr. — fimm krónur — hvert, og var það stofnfé félagsins. Þeir sem fremstir stóðu um stofnun félagsins voru útvegsmennirnir Lúðvík S. Sigurðsson og Ingvar Pálmason og Gísli Hjálmarsson kaupm.; var þátttakan i félaginu svo almenn að heita mátti að allir útgerðarmenn væru meðlimir þess, og hefur það jafnan verið svo síðan. Félagið tók til vinnslu alla lifur fé- lagsmanna, en af þeim fáu sem ekki voru í félaginu, keypti félagið lifrina, fyr- ir ákveðið verð. Hlutabréf félagsins urðu brált eftir- spurð og stigu þau í verði eftir því sem útgerðin stækkaði og munu jafnvel dæmi til að einstök bréf hafi verið seld á kr. 240. En þar sem ekki var fjölgað hlutum í félaginu að sama skapi og útgerðin óx, var erfitt fyrir þá er byrja vildu útgerð að eignast hluti í félaginu, og verða að- njótandi þeirra hlunninda er félagið veitti. 1922 var því ákveðið að breyta félaginu úr hlulafélagi í samvinnufélag og starf- aði það nú sem hlutafélag með sam- vinnusniði um nokkurra ára skeið, eða til 1930. Þá er félaginu formlega breytt í samvinnufélag, með takmarkaðri á- hyrgð. Pá um haustið byrjaði félagið á byggingu hinnar nýju bræðslustöðvar sinnar, og var þeirri byggingu lokið um vorið 1931. Bræðsluhúsið er steinhús vandað að öllum frágangi og haganlega fyrirkomið. Er það stórt og bjart og nægilega rúm- gott til að fjölga megi áhöldum, enda er tilætlun félagsins að eignast nýjustu tæki til vinnslu á lýsi. Félagið getur nú tekið á móti og unnið úr allt að 5000 lítrum af lifur á dag, og má auka' það með auknum úthúnaði. Ársframleiðsla félags- ins fer eftir útgerð og afla og hefur því verið nokkuð misjöfn. Síðastliðið ár nam framleiðsla um níutíu smálestum af lýsi samtals, þar af var þó langmestur hluti meðalalýsi nr. 1. Skuldlausar eignir félagsins nema nú um tuttugu þúsundum króna; þar af er varasjóður tæplega sex þúsundir. Auk þessara eigna á félagið í spari- sjóðsinnstæðum rúmlega fimmtán þús- undir króna. Eru það sjóðir, er félagið lagði til hliðar á árunum 1917—18 og 19, í því augnamiði að verja því, á sín- um tíma, til byggingar samkomuhúss og sjúkraskýlis hér í hænum. Nema sjóðir þessir nú samtals með vöxtum um 15 þúsundum króna og mun þessu fé inn- an skamms verða ráðstafað í sínu upp- haílega augnamiði. Lifrarhræðslufélag Norðfirðinga er jafn- gamalt bátaútveginum hér á Norðfirði og hefur verið einn þáttur í sjálfbjarg- arviðleitni útgerðarmanna og sjómanna og jafnan tryggt þeim sannvirði fyrir þessa framleiðslu þeirra og er það von mín, að það megi vaxa og stækka verk- svið sitt til heilla fyrir þetta byggðarlag. Norðfirði, 26. febr. 1933. Níels Ingvarsson,

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.