Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.04.1933, Qupperneq 25

Ægir - 01.04.1933, Qupperneq 25
ÆGIR 119 Að svo stöddu held ég, að ekki sé fleira er gefi mér ástæðu til frekari um- mæla, og læt ég því staðar numið að þessu sinni, Akureyri 7. april 1933. Páll Halldórsson. Vélbátur ferst. Vélbáturinn Páll, frá Hnífsdal, hefur farist í fiskiróðri 29. f. mán. Gerði þá snarpa norðankviðu um kveldið, ’og var stórsjór á lóðamiðum. — Á bátnum voru fjórir menn: Halldór Pálsson, formaður, eigandi bátsins, 54 ára, kvæntur. Á mörgbörn, flest uppkomin. Jón Helgason, úr Hnífsdal, 20 ára. Gunnar Guðmundsson, 19 ára og Guðfinnur Einarsson, 20 ára, báðir úr Grunnavíkurhreppi. Jón, Gunnar og Guðfinnur voru allir ókvæntir. Halldór Pálsson var einn af fremstu formönnum þar vestra, alkunnur dugn- aðarmaður og sjósóknari. Hafði verið ó- slitið formaður frá tvítugsaldri, og aldrei hlekkst neitt á. Að þessum bát hefur nú verið leitað grandgæfilega auk þess sem Sljfsavarnar- félag Islands sendi þegar skeyti til skipa gegnum útvarpið og bað þau að hafa gætur á bátnum, skyldi hann vera ofan- sjávar, en leit og annað reyndist árang- urslaust. Áskrifendur „Ægis“ eru beðnir að filkynna bústaðaskipti. Hermann Þorsteinsson kaupmaður á Seyðisfirði andaðist að heimili sínu á Seyðisfirði, hinn 8. marz s. 1., eftir langa vanheilsu. Hermann heit. Þorsteinsson var meira og minna riðinn við Fiskifélag íslands frá árinu 1915, er hann sat Fiskiþing í fyrsta sinni, þar til 1. desember 1931, að hann lét af erindrekastarfi fyrir Aust- firðingafjórðung, er hann hafði gengt frá 1. marz 1922. Hann sat á öllum Fiskiþingum frá 1915 til þingsins 1926, sem fulltrúi Aust- firðingafjórðungs, að undanteknu Fiski- þingi 1919, er hann gat ekki mætt. Hann var áhugamaður um sjávarút- vegsmál og lét sig þau mjög skifta. Konu sina Jakobínu Jakobsdóttur hafði Her- mann heitinn misst, skömmu áður en hann dó. Vitar og sjómerki. Auglýsing fyrir sjómenn 1933. Nr. 2. 2. Samkvæmt tilkynningu frá skipstjór- anum á e/s Lagarfossi hefir orðið vart við grunnbrot tæpa sjómilu í stefnu70° frá ósílesi norður af Kögri við Hér- aðsflóa. Gizkað er á 10—15 m. dýpi á boðanum. Brotið var ekki stórt um sig. 3. Vegna viðgerðar verður í sumar ekki látið loga á Gí-arösbtagfavit- nnum lengur en til 15. mai (í síað 1. júní) og ekki kveikt fyr en 1. ágúst (í stað 15. júlí). 4. Bæjarstjórinn í Vestmanna- eyjum tilkynnir, að færeyisk skúta hafi sokkið á leiðinni inn á höfnina milli garða- hausa, nær norðurgarðshaus. Möstur og lunning standa upp úr sjó, jafnvel um flóð. Skútan hindrar örugga siglingu inn

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.