Skinfaxi - 01.08.2009, Side 15
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 15
Íþróttabandalag Akureyrar, ÍBA, sigraði
heildarstigakeppni 26. Landsmóts UMFÍ.
Verðlaunin voru veitt á mótsslitum á nýja
leikvanginum um hádegisbilið á sunnu-
deginum 12. júlí. ÍBA hlaut 1819 stig, en í
öðru sæti varð HSK með 1557,5 stig.
Í þriðja sæti varð UMSK með 1366,5 stig
og UMSE/UFA varð í fjórða sætinu með
1155,5 stig, ÍBR í fimmta sæti með 1087,5
stig og ÍBH í sjötta sæti með 768 stig.
ÍBA sigraði í heildarstigakeppni
Landsmótsins á Akureyri
Að verðlaunaafhendingu lokinni sleit
Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður
UMFÍ, Landsmótinu og þakkaði fram-
kvæmdaaðilum og þátttakendum fyrir
frábært og vel heppnað mót. Mjög góð-
ur árangur náðist í mörgum greinum og
margir keppendur bættu árangur sinn
verulega. Næsta Landsmót verður haldið
á Selfossi 2013 og er undirbúningur fyrir
mótið þegar hafinn.
Hluti keppnis-
liðs ÍBA með
verðlauna-
gripinn.