Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.2009, Page 16

Skinfaxi - 01.08.2009, Page 16
16 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Á fyrsta keppnisdegi Landsmótsins á Akureyri voru afhjúpaðir bautasteinar til minningar um þau fjögur Landsmót sem haldin hafa verið á Akureyri. Það voru Helga Guðrún Guðjónsdóttir, Alfreð Gíslason tendraði landsmóts- eldinn við setningu 26. Landsmótsins á Akureyri 9. júlí sl. Eldurinn logaði á meðan á mótinu stóð og setti óneitanlega mikinn svip á landsmótssvæðið á Hamri. Alfreð er Akureyringur í húð og hár, en eins og flestir vita gat hann sér gott orð sem leikmaður í handknattleik og skipaði sér á bekk á meðal fremstu handknatt- leiksmanna í heiminum. Þegar leikmanns- ferli Alfreðs lauk sneri hann sér að þjálfun og á þeim vettvangi hefur hann ekki síður látið að sér kveða. Hann þjálfar um þessar mundir þýska stórliðið Kiel og gerði þá meðal annars að Þýskalandsmeisturum á síðasta tímabili. Í tengslum við Landsmótið á Akureyri var opnuð sögusýning á Amtsbókasafn- inu um sögu Landsmótanna í hundrað ár. Uppistaðan í sýningunni var sögusýn- ing sem sett var upp í tengslum við Landsmótið í Kópavogi fyrir tveimur árum en þá var minnst 100 ára afmælis Ungmennafélags Íslands. Til viðbótar þeirri sýningu var minnst sérstaklega þeirra Landsmóta sem hafa farið fram á Akureyri – árin 1909, 1955 og 1981. Auk sögulegra heimilda um Landsmótin í 100 ár sýndi Héraðsskjala- safnið á Akureyri skjöl og önnur gögn um íþróttasögu Akureyrar. Alfreð Gíslason tendraði landsmótseldinn Alfreð Gíslason hleypur með landsmótseld- inn við móts- setninguna á Hamri. 26. Landsmót UMFÍ á Akureyri 100 ára sögusýning landsmótanna Hafsteinn Þorvaldsson, heiðursfélagi UMFÍ, og Guð- mundur Víðir Gunnlaugsson, formaður UFA, voru við opnun sögusýningar- innar í Amts- bókasafninu. Minnisvarðar afhjúpaðir á Hamri formaður UMFÍ, og Hermann Jón Tómas- son, bæjarstjóri á Akureyri, sem afhjúp- uðu minnisvarðana. Á meðfylgjandi mynd má sjá þau Helgu Guðrúnu og Hermann Jón við athöfnina á Hamri. Bæjarráð Akureyrar fagnar vel heppn- uðu Landsmóti Á fundi bæjarráðs Akureyrar 16. júlí sl. var gerð eftirfarandi bókun: „Bæjarráð lýsir ánægju sinni með afar vel heppnað Landsmót og færir stjórn UMFÍ, landsmótsnefnd og öllum þeim sem komu að undirbúningi og fram- kvæmd mótsins sínar bestu þakkir.“

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.