Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2009, Síða 18

Skinfaxi - 01.08.2009, Síða 18
18 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Um 270 hlauparar voru skráðir í Lands- mótshlaupið á Akureyri, en 50 þeirra stefndu á að þreyta maraþonið. Þetta var fyrsta maraþonhlaupið sem þreytt var í Eyjafirði. Hið árlega Akureyrarhlaup Ungmenna- félags Akureyrar var nú fellt inn í dagskrá Landsmóts UMFÍ. Lengsta vegalengd Akureyrarhlaupsins til þessa var hálft maraþon, en í tilefni Landsmótsins var ákveðið að bjóða upp á heilt maraþon. Landsmótshlaupið tókst afar vel og var almenn ánægja með hvernig til tókst. Veðrið var frábært, stillt, sól og um 17 stiga hiti og stemningin eftir því. Lifandi tónlist við brautina gerði mikla lukku. Sigurvegarinn í maraþoni kvenna var Sigríður Einarsdóttir á tímanum 03:28:25, Sigrún K. Barkardóttir varð í öðru sæti á 03:31:07 og Ingibjörg Kjartansdóttir hafnaði í þriðja sæti á 03:31:32. Sigurvegari í maraþoni karla var Sig- urður Hansen á 02:51:41, Ívar Adolfsson var annar á 02:57:34 og Finnur Friðriks- son í því þriðja á 02:57:52. Í hálfmaraþoni kvenna var Martha Ernsts- dóttir fyrst á tímanum 01:23:02, Kristjana Hildur Gunnarsdóttir var önnur á 01:34:52 og Erla Gunnarsdóttir þriðja á 01:39:45. Í hálfmaraþoni karla varð Sigurjón Sigurbjörnsson fyrstur á 01:22:23, Trausti Valdimarsson var annar á 01:27:42 og Sævar Helgason þriðji á 01:32:46. Í 10 km hlaupi kvenna sigraði Eva Ein- arsdóttir á 42:33:55, önnur varð Kolbrún Georgsdóttir á 45:27:05 og þriðja varð Brynja D.G. Briem á 49:57:85. Í 10 km hlaupi karla sigraði Þórólfur Ingi Þórsson á tímanum 38:12:75, annar varð Ólafur H. Björnsson á 43:14:25 og Ívar Sigurbjörnsson þriðji á 44:46:95. Besta afrek kvenna í frjálsíþróttum á nýafstöðnu Landsmóti vann Jóhanna Ingvadóttir, langstökkvari úr ÍBR. Hún stökk 6,32 metra og fékk fyrir það 1056 stig. Besta afrek karla vann Bergur Ingi Pétursson, sleggjukastari úr ÍBH, þegar hann kastaði 68,80 m og fékk 1002 stig. Stigahæsta konan í frjálsíþróttum var Ágústa Tryggvadóttir úr HSK með 41,5 stig, í öðru sæti varð Hafdís Sigurðardóttir, HSÞ, með 38 stig og Fjóla Signý Hannes- Jóhanna Ingvadóttir vann besta afrekið á Landsmótinu dóttir úr HSK varð í þriðja sæti með 37 stig. Þorsteinn Ingvarsson úr HSÞ fékk flest stig í karlaflokki eða 40 stig, í öðru sæti varð Ólafur Guðmundsson, HSK, með 36 stig og þriðji Bjarki Gíslason úr UMSE/UFA með 34 stig. Jóhanna Ingva- dóttir, ÍBR, sem vann besta afrek kvenna og Þor- steinn Ingvars- son, HSÞ, sem varð stigahæst- ur í karla. 270 hlauparar tóku þátt í Landsmótshlaupi UMFÍ – þar af þreyttu 50 maraþon Úrslitum breytt í maraþoni kvenna Þann 17. júlí sl. skutu mótshaldarar Landsmótshlaupsins, sem var hlaupið á Akureyri 11. júlí í sumar á 26. Landsmóti UMFÍ, ágreiningi, sem reis um réttmæti úrslita í maraþoni kvenna, til Frjálsíþrótta- sambands Íslands. Ágreiningurinn var um hvort Ólöf Lilja Sigurðardóttir gæti talist sigurvegari í hlaupinu vegna meintrar hjálpar utanaðkomandi aðila við að komast yfir endamarkslínuna í hlaupinu. Miklar og oft og tíðum óvægnar um- ræður risu um þetta mál í kjölfar hlaups- ins og því var það samdóma álit allra þeirra sem að Landsmótshlaupinu stóðu – og eftir að hafa rætt við fjölda fólks í frjálsíþróttahreyfingunni – að eðlilegast væri að vísa málinu til umfjöllunar hjá Frjálsíþróttasambandinu enda heyri keppni í hlaupagreinum, þ.m.t. maraþon- hlaupi, jafnt í keppnishlaupum sem almenningshlaupum, undir FRÍ. Álit tækninefndar og stjórnar FRÍ liggur fyrir. Niðurstaðan er afdráttarlaus: Öll aðstoð af því tagi sem átti sér stað í umræddu hlaupi, skv. staðfestum fyrir- liggjandi gögnum, er ólögleg skv. 144. gr. keppnisreglna IAAF – Alþjóðafrjáls- íþróttasambandsins. Að fenginni þessari niðurstöðu FRÍ var það einróma niðurstaða mótshaldara Landsmótshlaupsins að fella úr gildi úrslit í maraþoni kvenna og því verði röð þriggja efstu kvenna í hlaupinu eftirfarandi: 1. Sigríður Einarsdóttir 2. Sigrún K. Barkardóttir 3. Ingibjörg Kjartansdóttir Af hálfu Landsmótsnefndar 26. Lands- móts UMFÍ á Akureyri er málinu lokið. Fjallagikkurinn og ungmenna- félagskempan Stefán Gíslason tók þátt í Lands- mótshlaupinu. 26. Landsmót UMFÍ á Akureyri

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.