Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.2009, Page 22

Skinfaxi - 01.08.2009, Page 22
22 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Merk tímamót urðu í sögu Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, þann 29. september s.l., en þennan dag átti félag- ið 80 ára afmæli. Afmælisins var minnst með ýmsum hætti og veglegri dagskrá. Á sjálfan afmælisdaginn var boðið til afmælisveislu í íþróttahúsinu við Sunnu- braut í B-sal. Öllum iðkendum, foreldrum, þjálfurum og öðrum velunnurum Kefla- víkur var boðið að koma og þiggja veiting- ar. Ríflega 700 iðkendur, foreldrar og vel- unnarar mættu í samsætið og þáðu skúffu- köku sem gefin var af Nýja bakaríinu í Keflavík og Vífilfell styrkti félagið með því að gefa Svala. Um kvöldið var öllum stjórnarmönnum deilda félagsins ásamt mökum, alls um 100 manns, boðið að koma og þiggja létt- ar veitingar í Félagsheimili Keflavíkur. Sunnudaginn 4. október var boðsgest- um boðið til opnunar á sögusýningu í Félagsheimili Keflavíkur. Áformað er að sýningin standi yfir í tvær til þrjár vikur eftir aðsókn. Saga Keflavíkur var skráð í tilefni af 80 ára afmæli félagsins. Saga Keflavíkur í 80 ár var kynnt á sögusýningunni. Bókin er til sölu á skrifstofu félagsins. Eðvarð T. Keflavík, íþrótta- og ungm Jónsson skrifaði söguna, Stapaprent sá um myndvinnslu, umbrot og uppsetningu og Oddi prentaði bókina.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.