Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2009, Síða 24

Skinfaxi - 01.08.2009, Síða 24
24 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Fulltrúar ungmennaáætlunar í Brüssel komu til Íslands til skrafs og ráðagerða með Evrópu unga fólksins dagana 17.–18. september sl. Ungmennafélag Íslands tók að sér í byrjun árs 2007 að sjá um framkvæmd á verkefninu Evrópa unga fólksins en verkefnið er á ábyrgð mennta- málaráðuneytisins. Evrópa unga fólks- ins er íslenska heitið á Youth in Action, ungmennaáætlun Evrópusambandsins, sem tók í gildi 1. janúar 2007. „Við fórum yfir starfshætti og starfs- reglur og aðra þætti verkefninu tengdu, en á þriggja ára fresti eru allar lands- skrifstofur í Evrópu heimsóttar. Það er mikill stuðningur fyrir okkur að fá þessa fulltrúa í heimsókn,“ sagði Anna R. Möller, forstöðumaður landsskrif- stofu Evrópu unga fólksins, í spjalli við Skinfaxa. Anna sagði að verkefnið í heild sinni gengi mjög vel og að fjöldi umsókna á milli ára hefði aukist töluvert. Að vísu væri ekki samasemmerki á milli fjölda umsókna og úthlutunar vegna þess að umsóknirnar sumar hverjar væru ekki nægilega vel unnar. „Úthlutunarreglur eru mjög strangar og sumar umsóknir hafa ekki uppfyllt skilyrðin að öllu leyti en engu að síður erum við búin að úthluta núna svipað og allt árið í fyrra. Framhaldið er mjög gott og spennandi. Við finnum fyrir töluverðri aukningu í óskum um kynningar á verkefninu og Stuðningur fyrir okkur að fá fulltrúa frá Brüssel í heimsókn Evrópa unga fólksins: það er af hinu góða. Við getum því ekki annað sagt en að það sé bjart fram undan,“ sagði Anna R. Möller. Evrópa unga fólksins hefur það að markmiði að styrkja fjölbreytt verkefni er varða ungt fólk. EUF gefur ungu fólki á aldrinum 13–30 ára og samtökum, sem vinna fyrir ungt fólk, möguleika á þátttöku í ýmsum samevrópskum verk- efnum. Þá leggur EUF áherslu á að styrkja þau ungmenni sem á einhvern hátt búa við skerta möguleika. Einnig má nefna ungmennaskipti þar sem hópar frá tveimur eða fleiri löndum hittast og vinna saman að fyrirfram ákveðnum verkefnum og unga fólkið lærir um samfélag hvers annars. Fulltrúar ung- mennaáætlunar í Brüssel komu til Íslands til skrafs og ráða- gerða með Evrópu unga fólksins. Hópur- inn er hér á vinnufundi. Lindi ehf. TRADE MARK Ketilsbraut 13 640 Húsavík

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.