Skinfaxi - 01.08.2009, Síða 25
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 25
Úr hreyfingunni
Fimmtudaginn 13. ágúst síðastliðinn
bauð Hafsteinn Þorvaldsson til veislu í
Tíbrá, félagheimili Umf. Selfoss. Tilefnið
var að þann dag hefði kona hans, Ragn-
hildur Ingvarsdóttir, orðið 80 ára, hefði
hún lifað, en hún lést árið 2006.
Til að minnast Ragnhildar gaf Haf-
steinn eina milljón króna til íþrótta- og
ungmennafélagsstarfa á Suðurlandi. Sjö
deildir innan Umf. Selfoss fengu hver
100.000 kr., Umf. Biskupstungna og Umf.
Vaka fengu hvort 100.000 kr. og Héraðs-
sambandið Skarphéðinn fékk 100.000 kr.
og skal sú upphæð renna til undirbún-
ings og þátttöku HSK í Unglingalandsmóti
á næsta ári sem haldið verður í Grundar-
firði.
Nú stendur yfir ritun sögu Héraðssam-
bandsins Skarphéðins og Hafsteinn gaf
til þess verkefnis í fyrra 50.000 kr.
„Kveikjan að þessari gjöf er nákvæm-
lega sú að 13. ágúst 2009 hefði konan
mín orðið 80 ára gömul ef hún hefði lifað.
Ég fór að hugleiða með hvaða hætti væri
hugsanlegt að minnast hennar. Allur sá
tími sem fór hjá mér í íþrótta- og ung-
mennafélagsstarf í gegnum áratugi var
ekki síður hennar. Ég er mjög þakklátur
fyrir það hvernig UMFÍ, Skarphéðinn og
Ungmennafélag Selfoss hafa tekið á því
að minnast hennar sérstaklega eftir að
hún féll frá. Ég bar þetta undir börnin
mín og fékk samþykki þeirra að gefa
milljón og skipta upphæðinni á tíu aðila,“
sagði Hafsteinn Þorvaldsson.
Þess má geta að fyrir tveimur árum gaf
Hafsteinn eina milljón kr. til nýrrar deildar
á sjúkrahúsinu sem heitir Fossheimar.
Þessi gjöf átti að vera deildinni til ráðstöf-
unar og létta því fólki byrðarnar sem væri
þar. Ákveðið var að kaupa píanó fyrir
þessa höfðinglegu gjöf frá Hafsteini.
Forseti Íslands sæmdi tíu Íslendinga
heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu
við athöfn á Bessastöðum á þjóðarhátíð-
ardaginn, 17. júní sl.
Hafsteinn Þorvaldsson, fyrrverandi for-
maður Ungmennafélags Íslands, fékk
riddarakross fyrir framlag til félags- og
íþróttamála.
Hafsteinn var formaður UMFÍ á árunum
1969 – 1979. Ungmennafélagshreyfingin
óskar Hafsteini Þorvaldssyni innilega til
hamingju með orðuveitinguna.
Hafsteinn sæmdur
riddarakrossi
Höfðinglegar gjafir frá
Hafsteini Þorvaldssyni
Fulltrúar sjö
deilda innan
Umf. Selfoss,
ásamt formönn-
um Umf. Vöku,
Umf. Biskups-
tungna og HSK,
ásamt Hafsteini.
Mynd til hægri:
Hafsteinn Þor-
valdsson ásamt
Ragnheiði Ingu
dóttur sinni.
Ársfundur Íslenskra getrauna var
haldinn 4. september sl. í Íþróttamið-
stöðinni í Laugardal en fyrirtækið á um
þessar mundir 40 ára starfsafmæli.
Það kom fram í máli Hafsteins Páls-
sonar, stjórnarformanns Íslenskra get-
rauna, að fyrirtækið hefði haldið sjó í
erfiðu árferði 2008. Hann sagði enn-
fremur spennandi tíma fram undan en
jafnframt erfiða fyrir starfsfólk og
Spennandi tímar fram undan
hjá Íslenskum getraunum
stjórn Íslenskra getrauna. Hafsteinn þakk-
aði stjórn, öflugum framkvæmdastjóra
og starfsfólki fyrir vel unnin störf og gott
samstarf.
Stjórn Íslenskra getrauna er skipuð sem
hér segir: Hafsteinn Pálsson, ÍSÍ, formaður,
Geir Þorsteinsson, KSÍ, Ásthildur Helga-
dóttir, íþróttanefnd ríkisins, Sæmundur
Runólfsson, UMFÍ, og Örn Andrésson, ÍBR.
Framkvæmdastjóri er Stefán Konráðsson.
Fulltrúar UMFÍ á ársfundi Íslenskra getrauna:
Helgi Gunnarsson, Björg Jakobsdóttir, Helga
Guðrún Guðjónsdóttir og Einar Haraldsson.