Skinfaxi - 01.08.2009, Page 27
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 27
Úr hreyfingunni
Lokafundur landsmótsnefndar á Akur-
eyri var haldinn föstudaginn 16. október
sl. Á fundinum kom fram að 26. Lands-
mótið, sem haldið var á Akureyri dagana
9. -12. júlí í sumar, tókst með afbrigðum
vel. Mikil ánægja var með framkvæmd-
ina á mótinu sem skilaði jákvæðri niður-
stöðu hvað fjárhagshliðina varðar.
Um þúsund manns horfðu á starfshlaupið
Haukur Valtýsson,
varaformaður
landsmótsnefnd-
ar, afhendir Helgu
G. Guðjónsdóttur,
formanni UMFÍ,
yfirlitsmynd af
landsmótssvæð-
inu á Akureyri.
Á fundinum afhenti Haukur Valtýsson,
varaformaður landsmótsnefndar, Helgu
Guðrúnu Guðjónsdóttur, formanni UMFÍ,
fallega yfirlitsmynd af mótsvæðinu.
Aðsóknin að öllum viðburðum sem
Landsmótið stóð fyrir - hvort sem er
keppni eða aðrir viðburðir - var afar góð
og fór fram úr vonum mótshaldara. Þetta
átti við um starfsíþróttirnar og fjölda ann-
arra greina. Nefna má frjálsíþróttir, bolta-
greinar og svona mætti áfram telja. Ekki
á hverjum degi sem um þúsund manns
horfa á starfshlaup á landsmóti. Og held-
ur ekki á hverjum degi sem um þúsund
manns fylgjast með frjálsíþróttakeppni
hér á landi.