Skinfaxi - 01.08.2009, Blaðsíða 35
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 35
Vinnum saman Græðum Ísland
Landgræðslufræ
Ef þú þarft að græða mela og rofabörð eða rækta
fallega grasflöt eigum við fræið handa þér.
Ráðgjöf um val á fræi við mismunandi aðstæður.
Landgræðsla ríkisins
Gunnarsholti, 851 Hellu
Sími 488-3000, símbréf 488-3010, land@land.is, www.land.is
Helga Margrét Þorsteinsdóttir gat sér
snemma gott orð í frjálsum íþróttum og
sáu margir fyrir sér mikið efni sem myndi
ná langt. Það hefur gengið eftir því að
Helga Margrét setti í sumar sem leið nýtt
Íslandsmet í sjöþraut og varð Norður-
landameistari í sínum aldursflokki. Hún
varð í þriðja sæti á alþjóðlegu móti í Tékk-
landi þar sem hún atti kappi við sjálfan
Ólympíumeistarann sem sigraði að lok-
um. Á Evrópumeistaramótinu leiddi Helga
Margrét lengi vel en meiddist og varð að
hætta keppni. Nýliðið tímabil hjá henni
var að öllu leyti framúrskarandi og gefur
fyrirheit um eitthvað enn meira í fram-
tíðinni.
„Ég hef alltaf verið íþróttum og man
ekki eftir mér nema á hlaupum út um allt.
Í byrjun var ég aðeins í körfubolta og fim-
leikum til að verða betri í frjálsum. Ég var
fyrst í Reykjaskóla, síðan á Hvammstanga
og loks á Laugabakka.
– Hvernig sérðu þú framtíðina fyrir þér?
„Það er bara að halda áfram á sömu
braut eins og staðan er í dag. Ég verð í
þessu meðan ég hef gaman af því. Líf mitt
snýst að mestu um íþróttir og þær hafa
gefið mér mikið. Ég hef ferðast um allan
heim og kynnst ótrúlega góðu fólki. Í dag
kemst ekkert annað að en íþróttirnar og
námið og ég er í Reykjavík til þess. Það
hefur gengið vel fram að þessu að skipu-
leggja námið og íþróttirnar, en til þess
þarf maður að vera mjög vel agaður og
skipuleggja hlutina rétt. Það er þýðir
ekkert að eyða tímanum í eitthvað bull,“
sagði Helga Margrét.
– Hvaða ráðleggingar hefur þú til
unglinga sem eru að byrja að æfa í dag?
„Það er að hafa gaman af því sem þeir
taka sér fyrir hendur. Vera líka meðvituð
um hvað þarf að gera aukalega til að ná
árangri. Það skiptir höfuðmáli að borða
hollan mat og fara að sofa snemma á
kvöldin. Þetta er ekki bara æfingin held-
ur líka heilbrigt líferni.“
– Hvað borðarðu sjálf yfir daginn?
„Ég er bara í hollustunni. Ég byrja
daginn á hafragraut, salat og léttur matur
í hádeginu og fyrir æfingar seinni partinn
fær maður sér músli og ávexti. Eftir æfing-
ar, þegar heim er komið, fær maður sér
eitthvað hollt. Svona eru allir dagar,“
sagði Helga Margrét.
Helga Margrét Þorsteinsdóttir frjálsíþróttakona á framtíðina fyrir sér:
Þetta er ekki bara æfingin
– heldur líka heilbrigt líferni