Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.08.2009, Side 36

Skinfaxi - 01.08.2009, Side 36
36 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Forvarnadagurinn Forvarnadagurinn var haldinn í fjórða sinn þann 30. september sl. í grunnskól- um um allt land. Á þessum degi var sýnt kynningarmyndband Forvarnadagsins, þar sem meðal annars komu fram þau Páll Óskar Hjálmtýsson, Ragna Ingólfs- dóttir, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Sigfús Sigurðsson og mæðgurnar Guð- rún Gunnarsdóttir og Ólöf Jara Valgeirs- dóttir. Forvarnadagurinn er byggður á niður- stöðum íslenskra rannsókna sem sýna hvaða ráð duga best til að koma í veg fyrir að ungmenni verði fíkniefnum að bráð. Þar ber hæst þátttöku í íþrótta– og æskulýðsstarfi, samverustundir með fjölskyldunni og að fresta sem lengst að neyta áfengis. Á Forvarnadeginum fóru fram umræð- ur nemenda í grunnskólum um land allt og hugmyndir þeirra voru ræddar og tillögur varðandi nýjungar og breytingar á æskulýðs- og íþróttastarfi, fjölskyldulífi og öðrum þeim þáttum sem eflt geta for- varnir. Reynslan hefur sýnt mikla hug- myndaauðgi nemenda í slíkum samræð- um. Allar hugmyndir og tillögur nemenda verða teknar saman og settar í skýrslu sem birt er á vefsíðu dagsins, forvarnardagur.is. Þá gafst nemendum kostur á að taka þátt í ratleik á vefsíðum íþrótta– og ung- mennasamtaka og þar sem verðlaun voru í boði. Undanfarin 10 ár hefur markvisst forvarnastarf verið unnið á Íslandi. Það starf hefur skilað sér í því að vímuefna- neysla íslenskra ungmenna er með því lægsta sem þekkist. Í alþjóðlegri rannsókn, sem unnin var árið 2007 í 38 löndum í Evrópu, kemur fram að daglegar reyk- ingar og ölvunardrykkja íslenskra ung- menna í síðasta bekk grunnskóla er sú lægsta af öllum löndunum 38. Forvarnadagurinn er haldinn að frum- kvæði forseta Íslands. Aðstandendur Forvarnadagsins, sem skipulagður er með stuðningi lyfjafyrirtækisins Actavis, eru Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Íþrótta– og Ólympíusam- band Íslands, Rannsóknir og greining í Háskólanum í Reykjavík, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga. Lykilpunktar • Unglingar, sem verja í það minnsta klukkustund á dag með fjölskyldum sínum, eru síður líklegir til að hefja neyslu fíkniefna • Ungmenni, sem stunda íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf, falla mun síður fyrir fíkniefnum • Því lengur sem ungmenni bíða með að hefja áfengisneyslu, þeim mun ólíklegra er að þau verði fíkniefnum að bráð • Byggir á niðurstöðum íslenskra vísinda- manna sem hafa um árabil rannsakað áhættuhegðun ungmenna og hafa vakið alþjóðlega eftirtekt Forvarnadagurinn haldinn í fjórða sinn Frá Forvarnadeginum á Sauðárkróki. Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Ísafjörður Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12 Bolungarvík Fiskmarkaður Bolungarvíkur og Suðureyrar ehf., Hafnargötu 12 Súðavík VÁ VEST, félag um vímuefnaforvarnir Grund Patreksfjörður Bára Pálsdóttir, Hjöllum 13 Vestri hf. – Oddi, Eyrargötu Vesturbyggð, Aðalstræti 63 Tálknafjörður Þórberg hf., Strandgötu Þingeyri Gistiheimilið Vera, Hlíðargötu 22 Staður Bæjarhreppur, Hlaðhamar Kjörvogur Hótel Djúpavík ehf., Árneshreppi Hvammstangi Kvenfélagið Iðja Blönduós Hótel Blönduós s. 452 4403 & 898 1832 Aðalgötu 6 Samstaða, skrifstofa verkalýðsfélaga, Þverholti 1 Búnaðarfélag Engihlíðarhrepps, Hvammi Húnavatnshreppur, Húnavöllum Sauðárkrókur Fisk - Seafood hf., Eyrarvegi 18 Guðrún Kristín Kristófersdóttir, Borgarflöt 1 Safnahús Skagfirðinga, Faxatorgi Sjúkraþjálfun Sigurveigar ehf., Aðalgötu 20b Steinull hf., Skarðseyri 5 Tannlæknastofa Páls Ragnarssonar ehf., Sæmundargötu 31 Vinnuvélar Guðmundar og Skúla sf., Borgarröst 4 Vörumiðlun ehf., Eyrarvegur 21 Varmahlíð Akrahreppur, Skagafirði Álftagerðisbræður ehf., Álftagerði Hofsós Bifreiðaverkstæðið Pardus ehf., Suðurbraut Akureyri Blikkrás ehf., Óseyri 16 Framtal sf., Kaupangi, Mýrarvegi Gámaþjónusta Norðurlands ehf., Fjölnisgötu 4a Haukur og Bessi tannlæknar Hörgárbyggð, Þelamerkurskóla Ísgát ehf., Lónsbakka Kjarnafæði hf., Fjölnisgötu 1b Rafeyri ehf., Norðurtanga 5 Raftákn ehf., Glerárgötu 34 Steypusögun Norðurlands ehf., Víðivöllum 22

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.