Ægir

Årgang

Ægir - 01.06.1936, Side 5

Ægir - 01.06.1936, Side 5
Æ G I R 123 urinn hafi verið illa metinn. Stundum er þetta máske rétt, og þá er gallinn á rnatinu oftast sá, að ekki hefur verið tekið nægilegt tillit til hins hliknaða eða gula lits, og svo þess, að einmitt í þess- konar ílski, er mest hætta á, að jarð- slagi komi fram. En eins og ég hef marg- oft haldið fram áður, þá er ég þess fnll- viss að þessir slæmu gallar, gulan og jarðslaginn, koma mesl fram eftir að fiskurinn fer héðan, annaðhvort á leið- inni eða eftir að fiskurinn kom á ákvörð- unarstað. Ilitt er aftur annað mál, að spírurnar að þessu hvorutveggja, voru í fiskinum, þegar hann fór héðan. í kvörtunum, sem koma, eru gallarn- ir undantekningarlítið taldir hinir söniu. Fiskurinn var gulur og gamallegur eða nieð jarðslaga og stundum er þurkstigið ekki rétt. Ef liægt er að fyrirhyggja þessa galla, þá er mikið unnið. Það sem er einkennilegt við þessar kvartanir er það, að þær koma oftast um fisk, sem kom til ákvörðunarstaðar i október. Árið 1934 kom »ranði« fram í 6 förmum héðan, og 5 af þeim var skipað upp í október. í fyrra kom þetta ekki fyrir og má vafalaust að meslu þakka það kaldari veðráttu í fyrrasum- ar. Á hverju einasta ári í mörg ár hef- ur verið kvartað undan gulum eða jarð- slegnum fiski í október, þó engin kvört- un hafi annars komið, og sem betur fer þá mega þær heita sjaldgæfar á öðrum árstíma. Undan þessu hefur líka verið kvartað í einum farmi í október í fyrra. En hver er orsökin til þess að salt- fiskur verður gulur? Oftast er vandað svo til salts og söltunar, að lilið af fisk- inum gulnar af þeirri ástæðu. Saltteg- undir þær, sem notaðar eru, eru reynd- ar að gæðum. Stundum er þó notað lé- legt úrsalt, sem setnr strax blæ sinn á fiskinn, en þó verð ég að telja það frem- ur sjaldgæft. Mjög feitur fiskur verður líka gulur. Verði þetta af þessum tveim- ur ástæðum, kemur það fljótt fram, og þessi fiskur lendir annaðhvort strax eða eftir stutta geymslu í lægra flokki. En langlíðast er, að þetta verði af því, að fiskurinn hefur hitnað í þurkun og ekki kólnað áður en honum var hlaðið saman. Eg hef veitt því eftirtekt, að eftir svo kölluð »góð þurkasumur«, verður salt- fiskur sízt betri vara, en þó allmiklir ó- þurkar gangi. Jafnbeztur verður fiskur þau sumur, sem kölluð eru óþurkasöm, en þurkdagar við og við, með ekkimjög löngu millibili. Einhverjum kann nú að þykja þetta skrítin kenning, og þvi er vert að skýra þetta lítið eitt. Þegar óþurkar ganga, þá gera menn það, sem þeir gcta til varnar þvi, að fiskurinn skemmist af raka eða vatni, og af því menn eru við þessu búnir og hafa góðar eða sæmilegar verjur, þá tekst þetta oftast sæmilega, þó út af því geti borið í langvinnum óþurkum. Þá fá fiskstakkarnir að standa nokknð lengi, milli lireiðsla, hæði af því að langt er milli þurkdaga og lika nóg af fiski til að breiða á víxl þegar þurk-kaflar koma. Auk þess er oft kaldara í slíkri veðráttu. Öðru máli er að gegna í góðum og langvarandi þurkum, þá eru sönm stakk- arnir breiddir dag eftir dag og hörð skorpa kemur á fiskinn, en undir henni er hann linur. Hvort sem nú slíkur fisk- ur er látinn í hús til geymslu, eða flutt- ur á markað strax, eins og stundum á sér stað, þá er viðbúið að hann »svíki«, eða með öðrum orðum, að hann linast upp, og verði meira og minna blettótt- ur. Þetta er út af fyrir sig slæmt, en hitt er verra, að í svona veðráttu er fiski ofl stakkað saman heitum, eða með þvi hilasligi í sér, sem var í loftinu kringum hann, þegar hann var tekinn saman.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.