Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.06.1936, Qupperneq 6

Ægir - 01.06.1936, Qupperneq 6
124 Æ G I R Oft er hann látinn i hús lil geymslu með þessu hitastigi. En af þessu verður fisk- urinn gulur, og þetta er sú orsökin, sem gnæfir yfir allar aðrar í þessu efni. En hitinn gerir meira af sér en valda þessum gula lit; það kemur stundum fúl, stæk lykt af fiskinum, sérstaklega ef hann er linverkaður. Og verst er það þó, að hann verður hin ])ezta gróðrar- stía fyrir bæði rauðan og dökkan jarð- slaga. Orsökin til »rauðans« er talin sú að spírur hans herast i fiskinn með saltinu, en álitið er, að þær lili ekki í saltinu einu, lengur en 6 mánuði. Nú er mest af því salti, sem notað er í fisk, yngra en 6 mánaða, og i hann hljóta því að berast ógrynni af »rauða«, en þar fær hann ný og bœtt lífsskilyrði. Talið er að »rauði« lifi við 8 stiga hita, en við hærri hita vex hann ört, og mest við 20—30 stig. Ég hef sjaldan séð »rauða« hér, en oft suður í löndum, og aldrei nema í gulum fiski. Af þvi má draga þá álykt- un, að fiskur, sem ekki kólnar vel eftir þurk, verður ekki einungis gulur, held- ur hefur um leið í sér góð lífsskilyrði fyrir »rauða«. Dökki jarðslaginn þroskast lika l)ezt í hæfilegum hita, en raki virðist einnig vera skilyrði fyrir vexti hans. Hér hefur kveðið mest að honum í Vestmannaeyj- um, þar sem veðrabreytingar, sérstak- lega umskipti á þurki og raka eru tíðar. A Vestur- Norður- og Austurlandi er hann fágætur, en hans varð þó vart þar í fyrra, eftir hina langvarandi óþurka í fyrra haust. Tilvera þessara þriggja skaðlegu fyrir- brigða, sem oft er kvartað undan, og' geta valdið stórtjóni, eru þannig við það bundin, að fiskurinn sé geymdur heitur eða volgur lengri eða skemmri tíma. Eg gat þess áður, að svo einkennilega vildi til, að kvartanir undan þessum skaðlegu göllum kæmu helzt fram út af fisksendingum, sem koma suður í lönd í október. Það er nú veTt að gera sér grein fyrir hvernig á þessu muni standa. Og skýring mín er jicssi: Mikið af þeim fiski, sem fer héðan í september, eu kenmr niður í október, er þurkaður á voriu eða um hásumarið, og hefur aldrei kólnað nægilega, en verið hliknaður þeg- ar honum vaí' pakkað, og máske farinn að gulna. Þó farið sé að kólna í veðri hér, um þessar mundir, þá eru enn miklir hitar þar syðra. Og dæmi veit ég til þess, að skip sem fór með fisk héð- an, varð fyrir mestu hitabylgju ársins um þetta leyti, enda var fiskurinn í því mikið 'skemmdur. En bæði á leiðinni og i uppskipun syðra hitnar fiskurinn, og þá koma allir þessir gallar fram, eða aukast ef þeir hafa verið til áður. Nátt- úrlega hefur þetta komið fyrir á öðrum tíma árs en í október, en það breytir engu um þessa skýringu. Kvartanir um harðþurkaðan fisk til Portúgal eða fullþurkaðan fisk til Norð- urspánar, eru sjaldgæfari. Þær koma oft- ast um fisk, sem er minna en 7/s þur, eða frá þeim stöðum á Spáni og Ítalíu sem geyma fiskinn í kælihúsum. Þeim sem kaupa þennan linverkaða fisk, er það fyrir löngu ljóst, að haiíu geymist ekki þar syðra nema í kælihús- um, hvorki sumar eða vetur. Eg hygg, að sumarhiti hér sé engu minni en vetr- arhiti þar, en fáum hefur þó dottið í hug að kæliútbúnaður væri nauðsynleg- ur hér við fiskverkun, fiskgeymslu eða fiskfiutuing. Það er að vísu engin reynzla fengin um það hér, hvort kæliútbúnaður gæli fyrirhyggt gulu eða jarðslaga í fiski, en það er víst, að slíkur útbúnaður gæti

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.