Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1936, Blaðsíða 9

Ægir - 01.06.1936, Blaðsíða 9
Æ G I R 127 af umstöflun, og hún getur meira að segja, orðið til hins lakara, ef umstaílað er í heitu veðri. Þá er að síðustu eitt atriði, sem mér virðist margir ganga framhjá eða telja þýðingarlítið. í gamla daga var fiskin- um alltaf snúið, svo að hann þornaði jafnt á fisk og roð. Þessu hafa nú ilest- ir hætt, bæði vegna verksparnaðar og af því að þess er ekki þörf með linverk- aðan fisk. En þegar t. d. Portúgalsfisk- ur er alltaf breiddur með roðið niður, þá gulnar hann á fiskinn i síðustu hreiðsl- unum og er auk þess linur roðmegin, einkum þykkur fiskur. Menn þurfa því alltaf að hreiða siðustu 2—3 eða jafnvel íleiri breiðslur af þessum fiski á grúfu. Og að lokum vil ég svo endurtaka þetta: Fiskur, sem gulnar, er allstaðar illa séður á útlendum markaði og verð- ur nr. 2 eða verri, en að hvítur og hrein- leguv blœr á að vera sérstakt einkenni á öllum íslenzkum saltfiski. Sveinn Arnason. Sjaldséðir fiskar. í júníhefti Ægis síðasil. ár sagði ég, undir þessari yfirskrift, mjög stuttlega frá tveim fiskum, sem eru fágætir hér við land, það voru augnasíldin og liafállinn. Hinn fvrtaldi hefir ekki sést hér síðan, það ég veit, en hinn síðar taldi hefir þar á móti gerl það, og skal því sagl frá því nánar, með örfáum orðum, auk þess sem gelið verður um annan fisk fágæt- an, sem fengist hefir hér í vetur, oftar en einu sinni. 1. Hafállinn [Conger vulgaris, á Norðurlandamálum Havaal, á þýzku Meeraal, á ensku Conger Eel) hefir hing- að til aðeins fengist við Vestmanneyjar, þangað til hann í fyrravetur fékkst í Miðnessjó og að sögn úti fyrir Horna- firði, eins og ég skýrði frá í áður nefndri grein í Ægi. En sú grein gaf lilefni til þess, að ég fékk að vita um tvo fiska til, af þessu tæi, sem veiðst höfðu (á lóð) eftir það, og á ég það að þakka hugul- semi Runólfs Jóhannessonar, fiskimanns í Yestmanneyjum; hann fékk iníða fisk- ana, annan af rab. »Trygg« Ve 316, sem liafði fengið hann í Fjalíásjó grunnt, c. 20. mai, hinn af mb. »Gæfan« Ve 203, á heimamiðum Veslmeyinga, í marz 1935. Runólfur lýsti fiskinum svo greini- lega, að ekki var nm að villast, að hér væri nm hafál að ræða (annar var 100 cm, hinn 65 cm langur) og hann gerði meira, hann lét matreiða þá báða, steikja og sjóða og neytti liann og heimafólk hans fiskanna og þóltu þeir sælgæli, sem öllum varð golt af. Loks veiddist einn á mb. »Sæhrímni«, (á lóð) á djúpmiðum Faxaflóa (í Miðncssjó?) c. 27. apríl síð- astliðinn. Eg sá hann og mældi; hann var 113 cm og átti að reykjast, því að reyktur kvað hann líka vera sælgæli eins og l'rændi hans, vatnaállinn. 1 viðbót við þá 8 hafála, sem fengist höfðu hér við land (Vestmanneyjar), þegar fiskurinn fékkst í Miðnessjónum í fyrra vor, hafa nú fengist, að honum meðtöldum, 4 eða sennilega 5 síðustu 2 árin; er það til- tölulega miklu tíðara, en áður var og hafa 2 eða (ef Hornafjarðarfiskurinn er talinn með) 3 þeirra fengist norðar en áður og bendir það á hið sama og ég sagði í fyrri grein minni, að sjór sé nú nokkuð heitari á norðlægari slóðum við Suðurland, en áður, meðan fisksins varð aðeins vart á hlýjasta svæðinu (o: við Vestmanneyjar). Ekki er ólíklegt að fleiri hafálar hafi verið (eða séu) hér á sveimi, en þeir, sem veiðst hafa og væri golt, ef fiski-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.