Ægir

Årgang

Ægir - 01.06.1936, Side 16

Ægir - 01.06.1936, Side 16
134 Æ G I R Flestum þjóðum þykir vænt um sjó- menn sína, það er sétt ut af fyrir sig, sem hefur örðugra hlutverk að vinna, en ílestar aðrar stéttir þjófélaga og vinna þeirra, víðast hvar, metin að verðleik- um. í þessu erum við eftirbátar annara og enn t. d. á landið ekkert hciðurs- merki fyrir hjörgun og hreystiverk unn- in á sjó, í þágu heimila, sveitarfélaga og þjóðfélágsins. Búast má við, að hver einasti, sem er sæmdur Fálkakrossi, hafi til hans unnið. Þó er einn, sem ílestir landsmenn kannast við, sem sæmdur er sama heiðursmerki og liinn slóri hópur, og stingur þar nokkuð í slúf. Maður þessi hefur á sinni tíð bjargað um 70 manns úr sjávarháska, fært að landi feður, syni, eiginmenn, unnusta og fyrirvinnur, sem hann lireif úr dauðans kverkum á haf- inu, og skilaði heim. (Um afreksverk hans, sjá Ægir 17. árg. nr. 4). Maður sá, sem hér um ræðir, er for- maður og lóðs, Jón Slurlaugsson á Stokks- eyri. Hann fékk Fálkakross eins og fleiri, en skemmtilegra hefði verið, að hann hel'ði fengið björgunarmedalíu og, að hún, í þessu tilfelli, hefði verið úr gulli. Svo er stór hópur sjómanna, sem verðskuld- ar heiðursmerki fyrir ýms al'rek við björg- un úr sjávarháska, en yfir því öllu er þagað og svo gleymist það, en er það rétt? Ægir þakkar að lokum Firðritar- anum fyrir að hafa stutt 10 ára gamla hugmynd og reynir hér með að styðja það, sem hann hrýnir fyrir mönnum nú, í greininni, sem hér er minnst á; væri óskandi að fleiri vildu taka í sama streng, svo málið gleymdist ekki aftur, þótt meiri ástæðu sé nú, að því verði ekki sinnt, þegar allir eru fjárliagslega lamaðir, held- ur en þegar fyrst var vakið rnáls á því, og menn voru sæmilega stæðir, því ein- hvern koslnað hafa framkvæmdir í för með sér. Sveinbj. Egilson. Viðhald mótorbáta við Faxaflóa. 1 fyrra, og oft áður, liefur þólt ástæða til að henda inönnum á, í Ægi, hvers virði það sé að þrífa vel skip og háta og það sem þeim fylgir, og nota vorið til að skafa möstur og bómur, olíubera það sem þarf og mála í veðri, þar sem málning kemur að beztum notum og minnst fer til spillis, en hætta þeimleiða sið, scm nýlega ruddi sér rúm hér s}’ðra, að m á 1 a möstur, gaíla og bómur. 1 fyrra klíndu margir dökkgrárri og gulri málningu á hin svo nefndu »rund- holt«, (hómur, gafla og möstur), öllum þeim til leiðinda, sem séð hafa vel hirt skip, en margir skófu málningu þá af, sem klínt liafði verið á möstrin, meðan tizkan að mála þau var upp á sitt hæzta, en hún byrjaði fyrir alvöru þegar mb. »Skúli fógeli« R. K. 266 var leigður til að annast strandgæzlu og var málaður dökkgrár, frá sjómáli upp á hún, en þá málningu má telja óheppilegri á litlum mótorhát, scm á að annast landhelgis- gæzlu, en að hafa hann litaðan og líkt til hafðan og t. d. Akraneshátana og marga Reykjavíkurbáta, sem jietla vor eru að taka upp Akranes-tízkuna, skafa og olíubera skrokkinn frá sjómáli að skandekki, mála skjólhorð ljósleit oghotn- mála með rauðleitu cða grænu. Landhelgiskóngar, vara sig frekar á liát, sem er dökkgrár og einlitur, þegar aðrir hætta við þann herskipalit, heldur en á varðbát, sem er, að útliti, eins og aðrir fiskibátar. Þeir sem hafa tekið sér göngtúr, dag- ana frá 1.—10. júní þ. á., hljóta að hafa veitt hinum velhirtu og' smekklega mál- uðu mótorhátum, eftirtekt. Sumir lágu i fjörunni, verið að hreinsa þá og mála,

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.