Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1936, Blaðsíða 24

Ægir - 01.06.1936, Blaðsíða 24
142 Æ G I R Upplýsingar um merkta fiska, sem óskast sendar Fiskifélag’i íslands. Hrniða fisktegund (porskur, skarkoli o. s. frv. Xúmer og bókslafir á merkinu. Merkið af fisk- inum sé ávall seni saman m e ð upplýs- ingunum, en verður endursent finnanda, ef þess er krafist. Lengd fisksins í sentimetrum (af skarkola í milli- metrum,ef auðið er). Fiskurinn mælist frásnjáld- urbroddi á afturrönd sporðugga, eins og sýnt er á myndunum. Þess verður að geta, ef auðið er, hvort fiskurinn var mældur. þegar er liann kom upp úr sjónum, eða ekki fyrri en liann var kominn á land, og þá hve mörgum klst. eftir að hann var veíddur. Það er áríðandi, að málið á fiskinum sé nákvæmt og það má vel mæla fiskinn á skipsfjöl, jafnvel þótt hvorki sé kvarði eða mælihand við hendina; það má leggja fiskinn endilangan á fjöl eða annars- staðar, þar sem skera má skorur í, er merki lengd hans. Pegar á land kemur, má svo mæla fjarlægðina milli skoranna og þar með erlengd fisksins ákveðin. Pað má líka taka lengd fisks- ins með bandspotta og senda liann svo með merkinu. Pgngd fisksins (í grömmum) gefist ef auðið er til kynna á honum óslægðum; sé hann slægð- ur, sé tilgreint, hvort liann var veginn með höíði eða höfuðlaus. Staðurinn, þar sem fiskurinn veiddist (gefist helzt lil kynna i Iengd og hreidd). Dýpið á veiðistaðnum í metrum eða föðmum). Veiðidagur og ár. Kgnfcrði fislcsins (hængur eða hrygna). Ge/ið sé til kgnna, hvort fiskurinn var kom- inn að gotum (o: hvort svil og lirogn runnu greiðlega úr honum, eða ekki, ef þrýst var lit- ið eitt á kvið lians). Einnig gefist til kynna, hvort hann var sællegur eða sjúkur, eða hvort merkið hafi meitt hann. Kvarnir fisksins og nokkuð af hreistri hans sendist með merkinu. Á því má sjá aldur fisks- ins. Kvarnirnar eru í heilabúi hans og má ná þeim með því að opna það varlega, svo þær hrotni ekki, með hnífskurði. Pær eru tvær og skal senda báðar. Ur skarkola þarf ekki að senda annað en kvarnirnar, en af þorski skal lika scnda hreistur; það skal skafa af með hníl'i í kringum »rákina«, undir fremsta og mið- bakugga. Kvarnirnar skal ætíð senda í svo sterk- um umhúðum, að þær geti ekki hrotnað, og fylgi þá merkið (og' hreistrið, ef um þorsk er að ræða) með i sama umslaginu. Ávalt skal gefa til kynna veiðarfærið, nafn skipsins (bátsins), og heimili, ásamt nafni og lieimilisfangi skipStjóra, eða þess, sem merkið sendi. Þýðingarmestu upplýsingarnar eru : Veiðistað- ur, veiðidagur og ár, lengd og kjmferði fisksins og númerið á merkinu. Pað er lika mjög mik- ilsvert, að sendar séu kvarnir og (eða) hreistur. Póknun fgrir hvert merki, með góðum upp- lýsingum o. s. frv., er 2 krónur, auk þess sem hurðargjald í pósti er endurgreilt sendanda. Hinar skriflegu upplýsingar, merkið ogkvarn- ir (hreistur) sendist sem fyrst skrifstofu Fiski- félags Islands. Myndirnar sýna, hvar merkið er sett á skarkola og þorsk, og hvaðan og hvert lengdin er talin

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.