Ægir

Årgang

Ægir - 01.06.1936, Side 25

Ægir - 01.06.1936, Side 25
Æ G I R 143 Verkfall síldveiðimanna í Skotlandi. Hinn 8. júní sl. gerðu síldveiðimenn í Peterhead og Fraserburg verkfall, til þess með því að reyna að fá bætt hin hágbornu kjör, sem þeir undanfarið hafa sætl og fara nú fram á, að þeim sé tryggt, 30 shilling á viku og frítt fæði. Síldarsaltendur risu þá upp oghótuðu að kaupa enga síld, sem mótmæli gegn ráðstöfunum síldarsölunefndar, er hún nam úr gildi afslátt, sem þeim hafði verið greiddur í hver vikulok er þeir gerðu skil fyrir keypta síld. Fyr á tím- um, var afsláttur þessi, 3 pennies af hverju pundi sterling, en á síðari árum hefur hann verið lækkaður í 2 pennies. Hinn 10. júní, héldu stjórnir hinna ýmsu félaga síldvinnslunnar í Skotlandi, fundi með sér til þess að endurskoða ýmislegt viðvikjandi verzlun og veiði sildar, einnig kjör fiskimanna, sem nú er orsök verkfallsins, og styðja þá kröfu þeirra, að þeim sé tryggt, 30 shilling á viku og frítt fæði. Á fundunum var sámþykkt að halda fast við tillögu, sem komið hafði fram, að leggja 1 penny á hvert pund sterl- ing, sem síldarsaltendur keyptu fyrir og afnema þannig áður nefndan afslátt og með því mynda sjóð, til þess að geta fullnægt kröfum fiskimanna, er þeir fara nú fram á. Eftir það héldu hin ýmsu félög sam- eiginlegan fund, málin voru rædd, eins og þau liöfðu verið afgreidd á fundi hvers lelags, og voru allir einhuga um að stofna þannig sjóð fiskimönnum til stvrktar. Atlir voru sammála um, að álagning- in, 1 pence á sterlingspundið, skyldi hefjast 1. júní, og að vinna hæri að þvi, að fiskimenn gætu haldið síldveiðunum áfram og kæmust á sjóinn sem fyrst. Málaflutningsmaður R. P. Masson, ritari hinnar brezku síldarsölunefudar, sem sendur var á fundi fiskimanna og síld- arsaltenda til að gefa síldarsölunefnd- inni skýrslu um, hvað frarn hefði farið á fundunum, lél það álit sitt í ljósi, að úr launasjóðnum, sem stofnað yriði nú til, hæri að greiða fiskimönnum á yfir- standandi úthaldstíma og ekki draga það til næstu vertíðar. Fundahöld héldu á- fram þangað til um kvöldið 12. júní, þá varð samkomulag og ákveðið, að hátar frá Fraserhurgh og Peterhead skyldu halda á veiðar, mánudag 15. júní. Verk- fallsmenn heimtuðu 30 shillinga á viku og frítt fæði, en þar sem aðdragandi verður, að ákveða það fastlega, en fiski- menn verða að halda vinnu sinni áfram, komust á samningar um ýms atriði, sem sáttasemjari rikisins skýrði frá og fiski- menn gerðu sig ánægða með, í svip. (The Scotsman). Fiskveiðar Norðmanna við ísland 1936. Þetta ár hafa Norðmenn haldið úti 62 skipum til þorskveiða við ísland; höfðu þau ílutt heim 3040 tonn af þorski, liinn 10. júní. I fyrra voru 59 skip við veiðar og liöfðu atlað 4067 tonn um sama leyti ársins. Verð á fiski hefur verið líkt og í fyrra, 26—27 aura kg. Um sama leyti komu 2 skip heim lil Aalesund, sem veitt liöfðu við Færeyjar; var afli þeirra alls, 14 þúsund kg. af þorski og 6 þúsundkg. af lúðu. Verð á þorski 21 eyrir hvert kg, verð á lúðu 100 aurar kg.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.