Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1938, Blaðsíða 11

Ægir - 01.01.1938, Blaðsíða 11
Æ G I R 3 austanfjalls á Eyrarbakka og Stokkseyri, þar hættu róðrar fyrst í maí. Nokkru eftir lokin fóru bátar að búa sig á drag- nótaveiðar, en þær veiðar stunduðu fjöl- margir bátar úr fjórðunguum yfir sum- artímann. Þess var getið í síðasta ársyfirliti, (Ægir 1. tbl. 1937) að ckki væri líklegt að úr aflaleysinu færi að rætast, fyrr en árgangarnir 1930—32—34 færu að gera vart við sig í vertíðaraflanum, en nú er sá tími kominn, að sá fyrst taldi af þess- um árgöngum fari nú að láta allverulega á sér bæra, enda liefir víða orðið vart við þesa árganga á grunnmiðum síðast- liðið sumar og baust, og befði orðið all- góð liaustvertið, ef verðið liefði verið svo liátt, að borgað befði kostnaðinn að stunda veiðarnar, með sama kappi og áður var, meðan þessar veiðar voru al- mennt stundaðar. Ef þær rannsóknir, sem gerðar hafa verið undanfarin ár á ungviði þess fisks, sem nú er að alast upp hér við land, og þau góðu klakár, sem áður er getið, reynast eins vel og menn vona, þá ætti nú að bera svo mikið á árganginum 1930, að liann ætti að geta gefið allgott aflaár 1938, en þó einkum árið 1939, þegar sá bluti lians, sem til Grænlands befir geng- ið, fer að leita heim á æskustöðvarnar, til þess að hrygna. Síðastliðin tvö ár liafa verið sannnefnd aflaleysisár, og munu þau eflaust bafa getað gefið mönnum nokkuð til kynna uin það, að ástæðulaust sé að vænta þess, að alltaf sé bægt að sitja við sama keip, bvað aflafeng snertir. Það hefir verið skoðun margra, að fisklevsi undanfarandi ára stafi af aukn- um skipafjölda, er stunda veiðar hér við land, og fjölþættari veiðiaðferðum en áður var. En því má ekki gleyina, að móðir náltúra er barðdræg og samkv. vísindalegum rannsóknum er talið, að 95% af þorskstofninum falli fyrir öðr- um vopnum en mannanna. Viðkoma stofnsins á hverjum tíma, ræður eflaust meira um fiskigöngur liér við land, en menn bafa almennt ætlað fram til þessa. Fram á síðustu tíma bafa fiskimenn- irnir eingöngu orðið að styðjast við sínar eigin spár um fiskigöngur og ýmislegt fleira, er snertir lifnaðarbætti nytjafisk- anna. En þótt spádómar fiskimannanna bafi stundum sluðst við nákvæma athug- un og reynslu fjöída ára, þá befir þó oft farið svo, að þeir Iiafa gengið í þveröfuga átt við það, sem lcoma átti. En nú er svo komið, að ekki þarf eingöngu að styðjast við þekkingu fiskimannanna. Undanfarin ár bafa farið fram ýtar- Jegar rannsóknir á þorskinum bér við land, og ala ýmsir vonir i þá átt, að ár- angurinn af þeim geti orðið sá, að noklc- urn veg'inn verði liægt að segja fyrir um ]iað, Iivort fiskisæld verði á komandi vertíð, í það og það skiptið, eða ekki. Frá Vestmannaeyjum gengu 84 bátar til fiskveiða á vertíðinni. Þar af voru 73 liátar 12 lesta og meira og 11 minni bát- ar, með samtals 744 menn. Þetta er 1 bát fleira en árið áður. Frá Reykjavík voru teknir 4 vélbátar á leigu til Vesl- mannaeyja, og stunduðu þeir vciðar þar vfir vertíðina. Margir bálar stunduðu dragnótaveiðar yfir sumarið. Ársafli 3716 smál. (5288). Vertíðin í Vestmannaeyjum byrjaði ekki verulega fyrr en komið var fram í miðjan febrúar, en þá var tíð óstillt og afli tregur. Þorskanet voru fyrst lögð þar um mánaðarmótin febr.-marz, en afli i þau var mjög lítill. Eflir aprillok kom þar sama sem enginn afli á land. Nokkr- ir bátar réru þó með lóðir fram í miðjan maí, en öfluðu sama og ekkert. Vertíðin i Vestmannaeyjum var svo með afbrigð-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.