Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1938, Blaðsíða 19

Ægir - 01.01.1938, Blaðsíða 19
Æ G I R 11 Bátatalan er sama og árið áður. Ársafli 144 smál. (168). Frá Breiðuvík, Karlsskála og Vaðlavík gengu 4 opnir vélbátar, með 12 manna áhöfn, og er það 1 trillubát og 2 árabát- um færra en árið áður. Ársafli 17 smál. (43). Frá Norðfirði gekk 1 togari, 6 vélbát- ar yfir 12 lestir, 4 minni og 20 opnir vél- bátar, með samtals 110 menn, og er það 13 þiljuðum vélbátum færra en árið áð- ur. Togarinn „Brimir“ lagði þar upp afla úr einni veiðiför, og er bann meðtalinn í Norðfjarðaraflanum. Annars lagði tog- arinn vertíðarafla sinn upp í Bevkjavík, en flutti síðan mikið af lionum austur að vertíð lokinni. Ársafli 377 smál. (860). Frá Mjóafirði gengu 6 opnir vélbátar, með 12 manna áböfn. Arið áður gengu þaðan 2 vélbátar minni en 12 lestir og 8 árabátar. Ársafli 32 smál. (59). Frá Seyðisfirði gengu 7 vélbátar minni en 12 lestir og 6 opnir vélbátar, með 46 manna áböfn, og' er það 7 þiljuðum vél- bátum og 2 trlllubátum færra en siðast- liðið ár. Ársafii 189 smál. (315). Frá Borgarfirði gengu 7 opnir vélbát- ar, með 20 manna áböfn, og er það 1 bát færra en árið áður. Arsafli 26 smál. (33). Frá Vopnafirði gengu 5 opnir vélbátar og 2 árabátar, með 13 menn, og er það 3 stórúni vélbátum og 1 trillubát færra en árið áður. Arsafli 30 smál. (73). Frá Bakkafirði gengu 14 opnir vél- bátar og 8 árabátar, með 46 íslenzka menn, en árið áður gengu þaðan 4 trillubátar og 1 árabátur. Auk þess stund- uðu 53 Færevingar þar veiðar og fisk- uðu þeir 93 smál. af heildaraflanum (Bátar Færevinganna eru taldir með bér á undan). Arsafli 128 smál. (42). Frá Gunnólfsvík gengu 4 opnir vél- bátar, með 11 manna áliöfn, og er það einum bát færra en fyrra ár. Ársafli 18 smál. (23). Frá Skálum gengu 8 opnir vélbátar og 1 árabátur, með samtals 34 menn, og er það 5 trillubátum fleira og 2 árabátum færra en árið áður. Færeyingar stund- uðu veiðar þar á 3 af opnu vélbátunum. Arsafli 95 smál. (57). Síldveiðin. Síldar var vart meiri hluta ársins, víðs- vegar í kringum landið. Inni á Austfjörð- um var smásíld megnið af árinu, þótt lítið væri veitt, nema í Mjóafirði, en þar var stunduð síldveiði næstum allt árið. TaJið er að Mjófirðingar liafi l. d. veitl í landnót fyrir 30 þús. kr. á árinu. Um sumarmálin var vart við síld i Isafjarð- ardjúpi og' Eyjafirði. Seinni hluta maí- mánaðar veiddist nokkuð af smásíld á Pollinum á ísafirði, og um svipað leyti veiddist óvenju mikið af síld í landnætur á Akureyri, og var hún seld lil bræðslu fyrir kr. 4.00 pr. mál. Hinn 7. júní lét vélbátur frá Ólafsfirði reka fyrir síld, að tiJhlulun Síldariitvegs- nefndar, og félrk Jiann 70 tn. 15 sjóm. norður af Strákum. Síldin Iiafði 11% af bolfitu, móti 9% á sama tima árið áður. Meiri áhugi var fvrir síldveiðum, en nokkru sinni áður. Þorskvertíðin liafði algerlega brugðizt, og vonuðu því sjó- menn og útgerðarmenn, að síldveiðin niundi að éinbverju leyti Jjæta þeim á- föllin frá vetrinum, þar sem verðið á síldinni var óliemju Jiátt. Stjórn síldar- verksmiðja rikisins ákvað að greiða kr. 8.00 fyrir málið (135 Jvg.), og er það ltr. 2,70 meira en árið áður. Aðrar síldar- verksmiðjur í landinu fvlgja því vcrði, sem ríkisbræðslurnar borga. Þátttakan í sildveiðinni var meiri en nokkru sinni fyrr. Alls stunduðu 211 skip

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.