Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1938, Blaðsíða 28

Ægir - 01.01.1938, Blaðsíða 28
20 Æ G I R Karfa- og' ufsaveiðar. Karfaveiðin var ekki stunduð i eins stórum stíl og árið áður, og mun livort- tveggja liafa ráðið, að fýsilegra þótti að gera togara út á síldveiðar, og að karfa- veiði togaranna um vorið lofaði ekki góðu. Alls stunduðu 13 togarar karfa- veiðar, en flestir þeirra aðeins stuttan tíma vor og haust. Aðeins tveir togarar, háðir frá Patreksfirði, stunduðu karfa- veiðar allt sumarið og öfluðu samtais rúmar 10 þús. smál., en lieildaraflinn á árinu var rúmar 13 þús. smál. Meðal- afli Patreksfjarðartogaranna á hvern tog- dag var 3,3 smál., og er það alveg sami afli og árið áður, en þá stunduðu þeir einnig veiðar allt sumarið. Meðalafli allra karfaveiða-logaranna var rúmar 2 smák á hvern togdag, en 2,7 smál. árið áður. Þann líma, sem togararnir stund- uðu karfaveiðar um haustið, var mjög óstirð tið. Varðskipið „Þór“ var gert út af Fiski- málanefnd til fiskirannsókna fyrir Vest- ur- Norður og Austurlandi. Engin ný karfamið fundust, en rannsóknirnar stað- festu það, sem komið hafði i ljós árið áður, að karfa í stórum stíl er aðeins að finna í lilýjum sjó við sterk straummörk. Á mest öllum Halanum, þar sem togar- arnir hafa veitt mestan karfa undan- farin ár, stóð kaldur sjór, og er talið að það hafi átl sök á því, hve karfaveiðin var þar stopul. Á árinu voru fluttar út karfaafurðir fyrir 748 þús. kr. Ufsaveiðar stunduðu 5 togarar, en að- eins stuttan tiina, eða samtals 61 út- haldsdag. Harðfiskverkun jókst talsvert á árinu, en var hvergi stunduð að ráði, nema í Reykjavík, og var lítið liert af öðrum fiski en ufsa. Útflutt var á árinu 854 smál. af harðfiski fyrir 455 þús. kr., og er það 293 smál. meira en árið áður. Söluverð harðfi.sks var 10—15% lægra en 1936, en eftirspurn hélzt svipuð, og var allur harðfiskur farinn um áramót, sem húið var að fullverka. Þá voru einnig flutt út á árinu söltuð ufsaflök fvrir 122 þús. kr., en áður hafa þau ekki verið talin sérstaklega á útflutn- ingsskýrslum. Sala sjávarafurða. Yfirleitt gekk sala fiestallra sjávaraf- urða vel á árinu, nema hvað ísfiskssala togaranna til Englands var mjög lítil og léJ.eg síðuslu mánuði ársins og verðlag á saltfiski hélzt jafn lágt og árið áður. Saltfiskverzlunin var svo að segja öll í liöndum S. I. F. eins og verið hafði árið áður. Virðist S. 1. F. hafa haldið vel á málum saltfiskframleiðenda og er eng- inn efi á því, að saltfisksölumálunum er mun hetur horgið nú, en þegar saltfisk- salan var á margra liöndum. Á síðasta aðalfundi S. I. F., sem haldinn var um mánaðarmótin okt.—nóv. síðastl., voru mörkuð merkileg spor fyrir starfsemi samlagsins í framtíðinni, þar sem lögum þess var hreytt á þá lund, að það mætti eftirleiðis einnig selja hverskonar niður- soðnar sjávarafurðir, en áður liafði það aðeins leyfi til þess að selja saltfisk. I sambandi við þessa lagabreytingu var svo framkvæmdastjórn S. í. F. falið að koma upp niðursuðuverksmiðju fyrir sjávar- afurðir, er tæki til starfa á árinu 1938. Þá hefir S. I. F. hrugðið á það ráð, að annast í framtíðinni kaup á veiðarfær- um fyrir félagsdeildir sínar. Smáútgerð- armenn fá með því jnóti veiðarfæri fyrir mun lægra verð en áður. Meðalverð á J.ínu árið sem leið, var kr. 115 dús., en hefir verið lækkað niður í kr. 98,50, mið- að við það að keypt séu 100 dús. i einu, og mundi því þessi lækkun ekki koma

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.