Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1938, Blaðsíða 37

Ægir - 01.01.1938, Blaðsíða 37
Æ G I R 29 I Þýzkalandi var meðalverð ársins á öll- um ísfiski, nema lúðu, nokkuð lægra en árið áður. Allir togararnir stunduðu ísfiskveiðar, nema tveir, og var samanlagður út- lialdstími þeirra 4072 dagar, og er þá meðtalinn timi þeirra togara, er einnig voru í flutningum. Sá togarinn, sem lengst stundaði ísfiskveiðar á árinu, fór II ferðir til útlanda og seldi fyrir 1215 £ að meðaltali í liverri ferð. Flestar ferðir (33) fóru togararnir í október, en árið áður í janúar (29). Hæsta meðalsala 1937 var i október, 1625 £ og einnig í sama mánuði árið áður, en þá var meðalsalan 1793 £. Rækjuverksmiðjan. Rækjuverksmiðjan á Isafirði var starf- rækt næstum allt árið. Fyrstu þrjá mán- uði ársins var góð rækjuveiði, stundum ágæt. f júlí og ágúst var á stundum góður rækjuafli í Inndjúpinu, en aðalveiði- svæðin voru lengi vel Hestfjörður og Mjóifjörður. Yfir allt haustið var mjög litil veiði, og' er talið að aflabrestur þessi stafi af óvenju beitum sjó i fjörðunum um þetta levti árs; þ. e. a. s. síðla hausts og framan af vetri. Seinustu mánuði árs- ins voru rækjuveiðar stundaðar sama og ekkert. Rækjuaflinn á árinu varð allmikill, því að oftast voru margir bátar að veið- um, t. d. 9—10 vor og' sumar. Alls liefir verið greitt fvrir nýjar rækj- ur til bátanna kr. 71561.00 A flestum eða öUum bátunum eru aðeins tveir menn. Bátarnir liafa aflað fyrir um 7 þús. kr. til jafnaðar, og liafa fiskimenirnir fengið í sinn blut mest 3000 kr, en flestir frá 1900—2400 kr. í vinnulaun liefir verk- smiðjan greitt alls 53650 kr. Verður ekki annað sagt, en að það sé álitleg fjárliæð, að greiða 124 þús. kr. til verkafólks og sjómanna. Þvi má eklci gleyma að verk- smiðjan er tilraunafyrirtæki, sem aðeins iiefir starfað í lj4 ár. Sala rækjanna liefir yfirleitt gengið vel og eftirspurn þeirra aukist að mun. Mest befir verið selt til Norðurlanda, aðallega Danmerkur. Þar befir verðið hækkað úr kr. 0.43 upp i 0.45 pr. dós. Tollurinn í Danmörku er kr. 0.17 pr. dós, og má því ekki vænta verulegrar verðhækkunar þar i landi. Nokkuð liefir selzt til Þýzkalands með heldur liærra verði en í Danmörlui. Bezt hefir verðið verið i Englandi, síð- ari hluta ársins, eða um 51*4 eyri dósin. Hefir verið gerður samningur um söiu á 300 kössum á mánuði til Englands, fyrir áðurgreint verð. Loks liefir nokkuð verið selt til Ameríku, en salan þangað er enn- þá á tilraunastigi og verðið lágt, um 10— 10*4 dalur kassinn (100 dósir). Seldar liafa verið alls á árinu rækjur fyrir 191 þús. kr. Hraðfrystihús og dragnótaveiði. Dragnótaveiðin byrjaði fyrr en árið áður og var meiri þátltaka í henni en nokkru sinni fvrr. Allmargir bátar voru t. d. farnir á veiðar fyrir 15. maí, en þann dag var landhelgin opnuð fvrir dragnótabátana fvrir Suður- og Vestur- landi. Um það bil, er dragnótaveiðin var levfð í landbelgi fvrir Norðurlandi, voru um 70 bátar þar á vei'ðum, en þeim fækkaði fljóllega, því að skyndilega dróg úr aflanum, þótt liann væri ágætur í fyrstu. Fyrir Suður- og Vesturlandi var reytingsafli framan af sumri, en um mitt sumarið veiddist afarlitið. Upp úr miðj- um ágúst glæddist veiðin aftur, og var víða mjög sæmileg um mánaðarmótin ág.—sept. Nákvæmar skýrslur liggja ekki fyrir

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.