Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1938, Blaðsíða 41

Ægir - 01.01.1938, Blaðsíða 41
Æ G I R 33 Aflabrög’ð og þátttaka í fisk- veiðunum. Eins og tafla XX (bls. 31) sýnir liafa saltfiskveiðar lítillega verið stundaðar i janúar- og desembermánuði, en ekkert ár- ið áður. Eins og undanfarandi ár, varð aflinn mestur í aprílmánuði 8724 smál., en árið áður 10025 smál. og árið 1935 17313 smál. Undanfarin ár hefir þátttakan í veiðun- um verið mest í marzmánuði, en að þessu sinni var hún mest i aprílmánuði, og stunduðu þá fiskveiðar 622 skip og bát- ar, með samtals 4748 menn. Er þetta 100 skipum færra en samskonar veiðar stunduðu síðastliðið ár og 269 skipum færra en 1934. Má glöggt sjá af þessu, hvað þátttakan í saltfiskveiðunum hefir dregizt gífurlega mikið saman síðastlið- in 3 ár. Orsakirnar til þessa eru tvímæla- laust sijrottnar af þeim rótum, livað þeir menn bera lítið úr býtum, er þessa at- vinnu stunda, og svo þeim örðugleikum, sem útgerðarmenn verða að kljást við. Þrjátíu og tveir togarar stunduðu sait- fiskveiðar þegar flest var, og er það 3 togurum færra en síðastliðið ár. Þeim linuveiðagufuskipum fækkar árlega, er stunda þessar veiðar og voru nú aðeins 5, þegar flest var, og er það 2 færri en árið á undan, en 17 færri en 1935. Vél- bátum vfir 12 lestir fækkaði um 13, minni en 12 lestir um 54, en opnum vélbátum fjölgaði . Slysfarir og' skiptapar, Sjóslys hafa orðið með minna ínóti á árinu 1937. Samtals liafa 27 innlendir menn drukknað liér við land á árinu og' 12 erlendir. Þar af liafa 11 fallið út af bryggjum eða á annan liátt drukknað fast við landsteinana, 8 féllu út af skip- um eða skolaði út og 8 drukknuðu af bátum, sem fórust. Þar af 2 á smábát (kajak) við Þorlákshöfn 4. apríl. Einn opinn vélbátur sökk á árinu. Níu véJbátar undir 12 lestum strönduðu eða fórust. Fjórir vélbátar yfir 12 lestir fór- ust eða strönduðu og eyðilögðust, og eitt línuveiðagufuskip, hlaðið síld, sökk. Þrír vélbátar vfir 12 lestir strönduðu, en náð- ust út aftur og var gert við þá. Af erlendum skipum strönduðu 4 ensk- ir togarar. Náðust 2 þeirra út aftur og var gert við þá, en 2 eyðilögðust. Einn skozkur togari fórst með öllu og drukkn- uðu þar 12 menn. Eitt danskt vélskip strandaði og eyði- lagðist, en mannskaði varð enginn. Sjötíu og tveir menn liafa bjargast úr sjávarháska á árinu, auk skipshafnar- innar á línuveiðagufuskipinu „Drang- ey“, sem sökk á Þistilfirði í ágústmán- uði, en skipsliöfnin, 18 manns, komst i „snurpubátinn“ og náði landi á Raufar- höfn. Af þessum 72 mönnum, sem bjarg'- ast hafa, liefir starfsemi Slysavarnarfél- ags íslands átt beinan eða óbeinan þátt í björgun 42 manna. Landhelgisg’æzlan. Landbelgisgæzluna önnuðust til skiptis varðskipin „Þór“ og „Ægir“. „Þór“ var við Vestmannaeyjar á vetrarvertíðinni, eins og undanfarin ár, og annaðist björg- unarstörf og gæzlu veiðarfæra, en liafði samtímis með höndum landhelgisgæzlu á þvi svæði. Þrír vélbátar voru leigðir til þess að vera við gæzluna, og' liöfðu þeir eftirlit á ákveðnum svæðum. Vél- báturinn „Snarfari“ liafði aðallega gæzlu fvrir Vesturlandi, „Hafaldan“ fyrir Norð- urlandi og „Gautur“ fyrir Austurlandi. Alls voru kærð 14 skip á árinu og 10

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.