Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1938, Blaðsíða 18

Ægir - 01.01.1938, Blaðsíða 18
10 Æ G I R Austurlandi og síðastliðið sumar. Þetta stafar aðallega af þvi, að þeim bátum fjölgar ört, er stunda síldveiðar og drag- nótaveiðar, enda þykir það ábatasamara en þorskveiðarnar. Á síðastliðnu sumri stunduðu síld- veiðar 29 vélbátar og dragnótaveiðar 23 bátar. A vetrarvertíðinni var ekki um út- gerð að ræða frá öðrum stöðum en Hornafirði og' Fáskrúðsfirði. Síðast í febrúar fóru bátarnir af hinum norð- Jægari fjörðum að færa sig suður til Hornafjarðar, en um veiði var þó al- mennt ekki að ræða þar, fyrr en í marz- mánuði. 1 byrjun febrúar var Joðnugengd í Hornafirði og virtist þá vera nokkur afJ.i, en þá voru bátar almennt ekki Joúnir til veiða. Vertíðin í Hornafirði brást alveg, og má það merkilegt Iieila að fislc- ur skyldi ekki fylgja loðnugengdinni. Nokkuð mun það hafa bætt úr fyrir út- gerðinni, að mjög litlu þurl'ti að eyða í beitukostnað, því að þar var oftast nóg loðna, og voru aðgerðarmennirnir i landi látnir veiða hana, og varð það mjög kostnaðarlítið. Frá Djúpavogi gengu að þessu sinni eilgir aðkomubátar á vertíðinni. En þar Jiafa nokkrir bátar, frá hinum nyrðri Austfjörðum, stundað þorskveiðar und- anfarandi ár. I apríl aflaðist vel á grunnmiðum sunnan lil á Austfjörðum, sérstaklega á Djúpavogi. Sæmilegur afli var á grunn- miðum fram eftir sumri í veiðistöðvun- um sunnan Gerpis, og voru þær veiðar stundaðar á opnum vélbátum, og nær eingöngu notuð liandfæri. Undanfarin ár liefir mesl af þeim fislci, sem veiðst liefir síðara hluta sum- ars, verið fluttur út ísaður. I ágúst og september síðasti. var þó elckert flutt út af ísuðum fiski frá Austfjörðum, en aft- ur á móti noklcuð í október og nóvember, og voru það togarar, sem keyptu fislc- inn. Mótorbáturinn „Stella“ frá Norðfirði fór, fyrri hluta vetrar, tvær ferðir til Englands með ísaðan fisk, og' mb. „Sleipnir“ eina ferð. Haustvertíðin á Austurlandi var yfirleitt mjög léleg. Frá Hornafirði gengu 15 vélbátar vfir 12 lestir og 12 minni, með samlals 104 manna áliöfn, og er það 3 bátum færra en árið áður. Einn af stóru bátunum fórst í marz, svo varla er hægt að telja nema 14 báta yfir 12 lestir. Vertíðin stóð yfir í 2% mánuð. Ársafli 491 smál. (334). Frá Djiipavogi gengu 13 opnir vélbát- ar, með 46 manna áliöfn, og er það 4 stórum vélbátum færra en árið áður. Veiði var elckert stunduð þar eftir júlí- Jok, en þrátt fvrir það var afli með bezta móti. Ársafli 73 smál. (34). Frá Stöðvarfirði gengu 9 opnir vélbát- ar og 5 árabátar, með samtals 38 menn, og er það sama bátatala og árið áður. Ársafli 100 smál. (102). Frá Hafnarnesi og Skálavík gengu 14 opnir vélbátar og 6 árabátar, með sam- tals 42 menn, og er það 7 trillubátum og 1 árabát fleira en árið áður. Ársafli 144 smál. (97). Frá Fáskrúðsfirði gengu 7 vélbátar yfir 12 lestir og' 3 minni, með 40 manna áhöfn, og er það 3 vélbátum færra en árið áður. Ársafli 303 smál. (248). Frá Vattarnesi gengu 11 opnir vélbát- ar og' 4 árabátar með 44 menn, og er það sama bátatala og fyrra ár. Hákarlaveiði var lítilsháttar stunduð þar um vorið, en veiði var lítil. Ársafli 123 smál. (86). Frá Reyðarfirði geklc 1 vélbátur undir 12 lestir og 3 opnir vélbátar, með 12 manna áliöfn. Ársafli 17 smál. (31). Frá Eskifirði gengu 4 vélbátar yfir 12 lestir og 5 minni, með samtals 36 menn.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.