Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1938, Síða 17

Ægir - 01.01.1938, Síða 17
Æ G I R 9 Vegna þess, að engar endanlegar fulln- aðarskýrslur eru enn komnar frá erind- rekanum í Norðlendingafjórðungi, um lieiidaraflann í hinum einstöku veiði- stöðvum, þá er ekki hægt að geta hér um ársaflann. Frá Skagaströnd og Kálfshamarsvílc gengu 5 opnir vélbátar og 4 árabátar, með 27 menn, og er það 5 bátum fleira en árið áður. Frá Sauðárkróki og Skaga gengu 1 vél- hátur undir 12 lestum og 4 opnir vélbát- ar, með 17 manna áhöfn, og er það 7 bátum færra en árið á undan. Frá Höfðastr. gengu 10 opnir vélbátar ag 3 árabátar, með 36 manna áhöfn, og er það einum hát fleira en síðastliðið ár. Frá Siglufirði gengu 2 vélbátar stærri cn 12 lestir og 3 trillubátar, með 19 manna áliöfn, og er það 2 hátum færra en fvrra ár. Frá Ólafsfirði gengu 2 vélbátar yfir 12 leslir, 8 minni og 24 opnir vélbátar, með 91 mann, og er það 3 trillubátum færra en árið áður. Flestir stærri véibátarnir stunduðu sildveiðar vfir sumarið, en trillubátarnir voru við þorskveiðar. Á sumrinu var þar talsverð síldarsöltun. Frá Dalvík og Ufsaströnd gengu 1 vél- bátur yfir 12 lestir, 13 minni, 8 opnir vél- bátar og 3 árabátar, með samtals 74 menn, og er það 6 bátum fleira en árið áður. Frá Árskógsströnd gengu 4 vélbátar minni en 12 lestir og 12 opnir vélbátar, með samtals 39 manna áhöfn, og er það 3 bátum fleira en árið áður. Frá Hjalteyri virðist ekki Iiafa verið stundaðir róðrar á árinu, og munu þeir menn, sem stundað hafa þá atvinnu áður, liafa unnið við að reisa síldarverk- smiðjuna og starfað við hana yfir síld- veiðitímann. Frá Akureyri og grennd gengu 14 opnir vélhátar, með 17 ynanna áhöfn. Árið áður stunduðu 2 linuveiðagufuskip þorskveiðar frá ÁkurejTÍ, en nú voru þau ekki hrevfð á vertíðinni. Frá Hrísey gengu 8 vélbátar minni en 12 lestir og 9 opnir vélbátar, með sam- tals 50 menn. Árið áður gengu þaðan 10 þil jaðir vélbátar, en enginn trillubátur. Frá Grýtubakkalireppi gengu 8 vél- hátar minni en 12 lestir og 6 opnir vél- bátar, með samtals 42 menn, og er það 5 bátum fleira en árið áður. Þaðan voru róðrar stundaðir stöðugast úr verstöðv- unum i Norðlendingafjórðungi. Frá Grímsey gengu nokkrir opnir vél- bátar. Frá Flatey gengu 9 opnir vélbátar, með 23 manna áhöfn, og er það 2 bátum færra en árið áður. Frá Húsavik gengu 9 vélbátar minni en 12 lestir og 9 opnir vélbátar, með sam- tals 59 menn, og er það 6 bátum færra en árið áður. Frá Þórshöfn gengu 3 vélbátar minni en 12 lestir, 7 opnir vélbátar og 3 ára- bátar, með 28 menn. Frá Raufarhöfn og Sléttu gengu 3 vél- bátar minni en 12 lestir, með samtals 9 manna áhöfn. Árið áður voru róðrar ekki stundaðir þaðan. Austfirðingafjórðungur. Þelta er þriðja árið í röðinni, sem veruJegt aflalevsi er á Auslfjörðum, og' mun óhætt að fullyrða, að á þessu tíma- bili hafi sjávarútvegurinn livergi orðið jafn liarl úti og þar. Hér á landi hafa þorskveiðar jafnan verið stundaðar mest í Austfirðingafjórð- ungi yfir sumarið, og liafa flestir bátar þar tekið þátt í þeim. Nú er að bregða mjög til i þessum efnum, og hafa sjaldan jafnfáir bátar stundað þorskveiðar fyrir

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.