Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1939, Blaðsíða 4

Ægir - 01.10.1939, Blaðsíða 4
218 Æ G I R í þrjá aðalflokka, grænþörunga, rauð- þörunga og brúnþörunga. Af þessum þrem flokkum gætir brúnþörunganna lang mest, og mun því aðallega verða vikið að þeim í því, sem bér fer á eftir. Efnainnihald þangtegunda er mjög háð árstíðum, þannig að framkvæma vrði þangtekju á mjög mismunandi tímum, allt eftir því livaða efni þætti æskilcgast að vinna. Þetla kemur líka heim við þá reynslu manna um joðinni- Jiald þangsins, sem er mjög breytilegt eftir árstíðum og tegund, getur verið alit frá 0,6% og niður í 0.05%x). Mest er joð- innilialdið seinni hluta vetrar og á vorin, en lægst á haustin. Sama gildir um ösku- magnið, að það er liæst á vorin, allt upp i 35%, en iægst á liaustin, eða allt niður í 18%. Þaraaska inniheldur um 30% kalí (reiknað sem K20), af öðrum málm- um ber mest á natrium, kalsium og magnium. Málmarnir liggja aðallega fyrir sem súlföt og klórið. 1 styrjöldinni miklu gerðu Ameríku- menn tilraunir til að vinna kalí úr þangi og komu á fót verksmiðju í þeim tilgangi, en rekstur þessi þótti ekki borga sig og lagðist brátt niður eftir að stríðinu lauk. Af lífrænum efnum innilialda þör- ungar alginsýru, eggjahvítu, cellulose og litarefni (pigment), sem öll eru óupp- leysanl.eg í vatni. Af vatnsuppleysanleg- um efnasamböndum ber mest á mannít, fucoidin og laminarin. Alginsýra er lik að byggingu og cellu- lose og er eitt aðal-efnasamband brún- þörunga. Alginsýra er löngu þekkt og einasta lífræna efnasamband þörung- anna, sem notað er til iðnaðar og unnin úr þangi i stærri stil. Kostar bún frá 2 krónum og allt upp í 5 krónur kg, allt eftir því, hve hrein hún er. 1 vefn- aðariðnaðinum er alginsýra notuð sem steiningarofni (appretur) á saina liátt og sterkja, og þvkir hún margfalt hæf- ari til þessara nota en sterkjan. Sem þéttiefni hefir alginsýra lengi verið notuð þannig, til þess að þétta (impreg- nera) strigapoka. Sölt alginsýrunnar eru notuð i sykuriðnaðinum til þess að fella út grugg í sykurupplausnum, eins til þess að fyrirbyggja ketilsteinsmjmdun i eimkötlum. Á seinni árum Iiefir algin- sýra verið notuð í gerviefnaiðnaðinum, og er það einkum athyglisvert að tekizt hefir að spinna úr henni þræði, sem vænlanlega opnar þessn hráefni mikla möguleika í vefnaðariðnaðinum. Jap- anar hafa átt drjúgan þátt í framförum þangiðnaðarins, og liafa nú fvrstir manna orðið til þess að vinna gervi- silki úr þangi, þ. e. a. s. úr alginsýru. Af framantöldu verður séð, að algin- sýra er þýðingarmikið liráefni, og finnst í ríkum mæli í brúnþörungum, þannig inniheldur Iirossaþari (laminaria digi- tata) frá 16% af sýrunni á haustin og allt upp í 30% á vorin. Mannit er hvítt, kristallað efni, sætt á bragðið, en telst þó ekki til sama efna- flokks og sykurtegundirnar. Það liefir enn lílið verið notað til iðnaðarþarfa, sökum þess að verðlag á því er mjög bátt eða í kringum 15.00 kr. kg. Mannit er aðallega notað til lyfjagerðar, en á seinni árum liefir mönnum liugkvæmst að nota það til sprengiefnagerðar á líkan bátt og glyserin, sem eins og kunnugt er er nauðsynlegt til dýnamitframleiðslu. Hexanítrómannit, — en svo nefnist sprengiefni það, sem unnið er úr mannit og saltpéturssýru, — er ákaflega magnað sprengiefni, scm áreiðanlega á mikla framtíð fyrir hönduni. Það er enginn efi á, að ef takast mætti að vinna mannít, ásamt þeim öðrum efnum, er hér hafa 1) Ilér er alstaðar miðað við þurrefni.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.