Ægir - 01.10.1939, Page 7
Æ G I R
221
þakka lionuin liinn snilldarlega frágang,
seni meðal annars á sinn þátt í að hún
er einhver hreinlegasta verksmiðja á öllu
landinu. En auk þess hafa vinnslu-afköst
verksmiðjunnar orðið miklu meiri en
samið var um i uppliafi. Þannig var
sa.mið um að verksmiðjan gæti hrætt úr
500 málum síldar pr. sólarliring, en nú
eru bræ,ðslu-afköst liennar orðin 800 mál
pr. sólarhring. Samið var um vinnslu á
35 smál. af blautum beinum á sólarliring',
en eru nú orðin 65—70 smál. Og af
þorskalifur hræðir verksmiðjan 5000
lítrum meira en um var samið, eða alls
25 þús. lítra á sólarhring.
Þess her jafnframt að gela, að verkliafi
krafðist engrar hækkunar fyrir verkið, þó
að afköst verksmiðjunnar yrðu svo mikl-
um mun meiri en skriflega var samið um
i uppliafi.
Um það verður ekki deilt, að Akranes-
ingum er liin mesta liagsbót að þessari
verksmiðju, og mundu mikil verðmæti, er
þar koma á land, fara forgörðum, ef liún
væri ekki. Það horfir einnig nokkuð öðru-
vísi við með að stunda síldveiðar i Faxa-
flóa eftir að hún kom. Mundu vafalaust
liafa orðið miklu færri hátar á reknetum
liér í flóanum í haust, ef ekki hefði verið
hægt að hræða þá síld, sem ekki er sölt-
unarhæf.
Það er ástæða til að óska hinni vax-
andi verstöð á Skipaskaga til hamingju
með þessa verksmiðju, og að hún megi í
framtíð verða fiski- og útvegsmönnunum
þar sú Grótta, er mali þeim ærið gull á
ári hverju.
Spanskir togarar á veiðum.
Spánverjar eru nú byrjaðir að stunda þorsk-
veiðar á ný. Síðan styrjöldin á Spáni brauzt
út, en síðan eru liðin rösk þrjú ár, hafa engir
togarar stundað veiðar þaðan fyrr en nú. Þrír
eða fjórir spanskir togarar eru nú á veiðum
á Grand Bank.
Samningar fiskimanna og
farmanna við togaraeigendur og'
skipafélög.
Það var öllum ljóst, svo að segja i sömu
andránni og stríðið brauzt út, að tryggingar
þeirra sjómanna, er sigla um stríðshættusvæði,
yrðu að stórhækka og að þeir fengju áhætlu-
þóknun þegar í stað. — Laust fyrir miðjan
þennan mánuð hafði náðst samkonuilag um
þessi atriði, bæði milli farmanna og skipa-
félaga og fiskimanna og útgerðarmanna.
Samningurinn milli farmannafélaganna og
skipafélaganna var undirritaður 7. okt. Sam-
kvæmt honum er áhættusvæðinu skipt i tvennt,
áhættusvæði hið meira og áhættusvæði hið
minna. Hið meira áhættusvæði er á siglinga-
leiðum milli íslands og Englands, eða megin-
Iands Evrópu, en hið minna áhættusvæði er
milli íslands og Ameríku.
Yfirmenn á skipum, er sigla um hið meira
áhættusvæði, fá 200% áhættuþóknun til við-
bótar við laun sín, en hinir, sem hafa lægri
laun, fá áhættuþóknun, er neniur 250% við
laun sín.
En meðan skipin eru á siglingu um hið
minna áhæltusvæði fá þeir, sem hafa hin
hærri laun, 100% áhættuþóknun við launin,
en hinir 125%.
Áhættuþóknunin miðast við þá daga, sem
skipin eru á siglingu, en fellur niður, þegar
skipin liggja í hlutlausri höfn, eða eru á sigl-
ingu hér með ströndum fram.
í samningnum er auk þessa ákvæði um
tryggingarupphæðir skipshafnanna, en eins og
kunnugt er, eru það skipafélögin, sem sjá skip-
verjum fyrir líftryggingu og örorkutryggingu.
Samningurinn milli togaraeigenda og sjó-
manna var undirritaður 10. okt. og er hann
svohljóðandi:
„1. gr. Áhættuþóknun reiknasl út frá því,
að skip siglir fram lijá Reykjanesi eða Langa-
nesi á útleið. Fari skipið til útlanda af svæð-
inu sunnan nefndra staða, reiknast áhættu-
þóknun frá þvi skipið leggur á stað. Áhættu-
þóknun reiknast til þess tíma, er skipið siglir
fram hjá nefndum stöðum á uppleið eða byrj-
ar veiðar eða kemur i höfn sunnan Reykja-
ness eða Langaness.
Meira en hálfur sólarhringur á áhættu-
svæðinu reiknast sem heill, en minni hluti
úr sólarhring sem hálfur.