Ægir

Volume

Ægir - 01.10.1939, Page 9

Ægir - 01.10.1939, Page 9
Æ G I R 223 er eðlilegt og ólijákvæmilegt, að nokkur dráttur verði á iðgjaldagreiðslum af þeirra liendi. Félögin munu yfirleitt geta veitt frest á greiðslu iðgjalda vegna rekstursins, og gera það, ef gildar ástæður eða atvilc eru fyrir hendi, en samkvæmt framan- sögðu er svigrúmið í þessum efnum alltof lítið. Ef félögin eiga skilyrðislaust að trvggja lögveð silt i skipunum, kostar það sifelld lögtök og upphoðsheiðnir, sem mundu skapa alveg óþolandi ástand i þessum efnum. Ég tel því alveg nauðsyn- legt og sjálfsagt að lengja lögveðstímann upp í tvö ár, eins og ráð var fvrir gert í frumvarpinu, til þess að ætíð sé hægt að liaga innheimtu iðgjaldanna á sem hag- kvæmastan hált fyrir hina vátrj'ggðu, eft- ir því sem efni standa til í hvert sinn. Mörg eru þau atriði í fyrgreindum lög- um, sem þvkja orka tvímælis, en þar sem lögin hafa enn sem komið er litla reynslu, skal ekki farið út í þá sálma að þessu sinni. Þá eru einnig mörg atriði, sem forstjór- ar félaganna munu vera í vafa um. Ef þeir vilja heina fyrirspurnum til „Ægis“ um þetta, mun þeim verða svarað í hlaðinu cflir beztu getu. Arnór Guðmundsson. r Island — íceland. Allir, sem leggja leið sína niður að höfn, sjá að á skip þau, sem þar eru, er málaður þjóðarfáni, nafn skipsins og lieiti landsins, þar sem það á heima. Gildir einu, livort um innlend eða erlend skip er að ræða, kaupför eða fiskiskip. Þessi tákn eiga að vera sverð og skjöldur allra skipa hlutlausra þjóða, er sigla um stríðshættusvæði. Fáninn og heiti landsins á þegar við fyrslu sýn að boða ófriðaraðilum hverrar þjóðar skip er á ferð. Það er því meira í húfi en margur mun gera sér ljóst, að þessi tákn séu greinileg og auðskilin þeim, sem ætlast er lil að taki þau til greina. Sjómenn- irnir munu hezt fá skilið, hvililc nauð- syn er á því, að allt sé með felldu i þessum efnum. Meðal norskra farmanna vakti það þvi talsverða athygli, er skipstjóri á einu slærsta farþegaskipi Norðmanna, „Oslo- fjord,“ liafði orð á þvi fyrir skömmu, að eflaust mundi hcppilegast að tákna lieiti landsins á máli ófriðaraðila. Lagði hann því til að á aðra síðu allra norskra kaup- fara og fiskiskipa, er fara landa á milli, væri málað Norway — Norwegen, en hinu megin Norwegen — Norway. Jafn- framt lagði liann til, að nafn fiskiskipa væri numið burtu, til þess að unnt væri að mála heiti landsins með sem stærst- um stöfum, en í stað þess væru ein- kennisstafir skipsins stækkaðir að mun, svo að þeir sæust eigi síður en nafn landsins. Skipstjóri rökstuddi þetta álit silt einkum með því, að brýn nauðsyn væri á að gera stvrjaldaraðilum tákn skijja hlutlausra þjóða svo auðskilin, sem frek- •ast mætti við koma. Því væri sjálfsagt að mála Iieili landsins hæði á þýzku og á ensku. Hann taldi ekki ósennilegt, að árás kafbáta gæti borið að með svo skjótum svifum, að kafhátsmenn áttuðu sig ekki á heiti landsins, vegna þess að það væri ckki á þeirra máli. Ekki er vitað neitt um það, hvort Norðmenn breyta eftir þessari uppá- stungu skipstjórans á „Oslofjord“, en sennilegt er að svo verði ekki. Blaðinu þótti sjálfsagt að kvnna les- endum sínum þessa uppástungu, ekki sizt vegna þess, að Islendingar liafa nokkra sérstöðu livað þetta alriði snerl-

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.