Ægir - 01.10.1939, Síða 10
224
Æ G I R
ir. Þessi sérstaða er í því fólgin, að nafn-
ið á landinu okkar er nákvæmlega eins
og orð eitl í ensku, nefnilega „island“
(eyja). En hvort þessi tilviljun, ef svo
mætti orða það, getur valdið nokkrum
bagalegum misskilningi, skal látið ósagt.
Þyki Norðmönnum aftur á móti nauð-
sjrn að hverfa að því ráði, sem að fram-
an er greint, er álitamál, hvort að ís-
lendingar hafa ekki einnig ástæðu til
þess.
Gera má ráð fyrir, að það sem letrað
er á skipin vegna stvrjaldarinnar máist
smátt og smátt burt, eða óskírist að meira
eða minna leyti, einkum t. d. á togurun-
um. Verður að vænta þess, að menn
gjaldi ekki sinnuleysis við þeirri kröfu,
að táknin verði stöðugt endurnýjuð, svo
að þau verði jafnan greinileg.
Brezkum togurum sökkt.
Miðvikudaginn 20. september var togarinn
„Davara“ frá Fleetvvood á veiðum við norður-
strönd írlands — norðvestur af eyjunni Tory.
— Kom þar þýzkur kafbátur og byrjaði að
skjóta á togarann, án þess að hafa nokkurt
tal af þeim mönnum, sem á togaranum voru.
Þótt slæmt væri i sjó tókst skipshöfn logar-
ans að komast í björgunarbátana. Taldist henni
svo til, að kafbáturinn hefði skotið 35 skotum
á togarann, áður en hann sökk. Eftir 4 stunda
róður í myrkri og sveijanda voru þeir teknir
upp af flutningaskipi, sem var á leið til Liver-
pool. Var þá orðið svo slæmt í sjó, að þeir
höfðu ekki við að ausa bátana. -—■ Þetta var
fyrsti togarinn, sem Englendingar misstu i
stríðinu. Siðan liafa þýzkir kafbátar sökkt 5
togurum, þar á mcðal „Ruyard Kipling",
„Lord Minto“ og „Arlita“, og voru tveir þeir
síðastnefndu á veiðum, er þeim var sökkt.
Mannbjörg hefir orðið á öllum þessum skipum.
Þýzki fiskiflotinn
er nú sagður eingöngu stunda veiðar í
Eystrasalti, en annars er talið að mjög litill
hluti hans sé við fiskveiðar.
Bókafregn.
Fiskifélaginu hefir nýlega borizl liefti
nr. 2 af ritum Fiskeridirektorcitets, sem
fjalla um technologiskar rannsóknir. Að
þessu sinni fjallar ritið um frj'stingu
fiskjar og lieitir það á norsku: „Virk-
ningen ai> frysehastighet, lagrings-
temperatur og rástoffets friskliet pá
kvaliteten av frossen fisk.“ Höfundarnir
eru Olav Notevarp og Eirik Ileen.
I ritinu er ágætt yfirlit rannsókna
seinni tíma á þcssu sviði, auk þess sem
höfundarnir lýsa ítarlega eigin rann-
sóknum. Niðurstöður ritsins eru mjög í
samræmi við það, sem ameríkanskar og
enskar rannsóknir hafa sýnt fram á
undanfarin ár. Þannig komast liöfund-
arnir að þeirri niðurstöðu, að hraðfryst-
ing liafi ekki þá kosti fram yfir hæga
frystingu eða loftfrvstingu, sem almennt
hefir verið álitið.
Við samanburð á hraðfrystum fiski
og hægfrystum fiski, sem þó hafði ekki
tekið meira en 8 tíma að frvsta, reynd-
ist þeim að um mjög lítinn gæðamun
væri að ræða, hvort lieldur fiskurinn
hafði verið geymdur í 1 mánuð eða leng-
ur við —9° C. eða —20° C.
Höfundunum reyndist liitastigið, sem
fiskurinn var geymdur við, eftir fryst-
inguna, liafa mesta þýðingu fyrir gæði
hans. Þannig hafði fiskur, sem geymdur
var við —9° C., tapað talsverðu af gæð-
um sínum eftir 1—2 mánuði, en fiskur,
sem gevmdur var við —20° C., var ennþá
í ágætu standi eftir 5 mánaða geymslu.
Rit þetta mun ekki vera til sölu fyrir
almenning utan Noregs og er það skaði,
því að það á erindi til allra, sem fást
við frvstingu fiskjar. Þ. Þ.