Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1939, Blaðsíða 12

Ægir - 01.10.1939, Blaðsíða 12
226 Æ G I R •—1922, þcgar verðmæti aflans var frá 7.5 til 13 millj. króna, sinn milda þátt í nú- verandi vandræðum færeysks atvinnu- lífs. Þegar fiskverðið komst upp fyrir allar liellur voru menn óðir i að kaupa gamlar skútur, en gáfu fyrir þær vit- leysislega liátt verð. Þá var ekki óal- gengt að kaupa svipnð skip fyrir 70 þús. kr. og fyrir aldamótin mátti fá fyrir 7— 8 þús. kr. Ofan á þetta liáa verðlag bætt- isl svo það, að gera varð mikið við þessi gömlu skip, og komust þau þá með við- gerð upp i 90—100 þús. kr. Árlegt við- liald þessara skipa varð einnig mjög mikið, og það sýndi sig, þegar verðhrun- ið skall á, að þessi skip höfðu orðið hinu færeyska þjóðfélagi grimmilega dýr. Eftir því sem skúturnar urðu eldri, hefir árlegur viðhaldskostnaður auðvitað auk- izt, svo að þessi skip, sem í byrjun voru mjög ódýr í rekstri, er nú aðeins hægt að gera út með hagnaði, sé um metafla og hæsta fiskverð að ræða, og með lágum launum til skipverja, svo lágum, að liið færeyska þjóðfélag ber nú með sér vax- andi örbirgð síðustu árin, i «fað stígandi framfara. Færeyskt atvinnulíf er nú að verulegu leyli þurrausið af fjármagni og stafar það einkum af því verðfalli, sem varð á gömlu skútunum, þegar fiskverðið féll. Skútur, sem ef til vill liafa verið kevptar fyrir 70—80 þús. kr., eru nú seldar fyrir 10—15 þús. kr. Þetla tap er þó ekki ann- arskonar en skeð hefir í öðrum lilutlaus- um löndum eftir stríð, og mikill hluti þessa fjár, sem er tapað, græddist á verð- hólgu árunum. Verri var sú fjárþröng, er skapaðist af þvi, að menn vegna góðær- isins 1928—30, létu setja vélar í allar skúturnar, en það hafði í för með sér um þriggja milljóna kr. útgjöld. Árið 1931 var verðmæti færeyska saltfisksaflans 5.8 millj. kr. á mót-i 7.8 rnillj. kr. árið áður, og síðan hafa fiskveiðarnar verið reknar með halla fiest árin, en þó mest- um fjögur þau síðustu. Færeyski fiskveiðaflotinn er nú, auk 7 togara, 14—25 ára gamalla, 153 skútur og skonnortur, þær elztu flestar 80—100 rúml., liinar yngri 150—200 rúml. Af þessum 153 skipum eru aðeins 15 innan við 10 ára, 14 frá 10—20 ára, 10 frá 20— 30 ára, 9 frá 30—40 ára, 10 frá 40—50 ára, 95 frá 50—66 ára, sem sé að mestu allt of gömul tæki. Vitanlega er mikil á- hætta að nota svo gömul og hrörleg skip og auk þess geta þau ekki gefið af sér hagnað, nema á sérstaklega fengsælum árum, vegna hins mikla árlega viðhalds- kostnaðar. En hvers vegna cru ekki fengin ný skip í stað þeirra gömlu? Nokkur liluti þeirra elztu og þeirra lirörlegustu, sem keypt voru eftir stríðið, eru gengin úr skaftinu. Árið 1930 áltu Færeyingar 195 fiski- skútur og skonnortur, er voru yfir 60 rúml. Árið eftir var 26 skipum lagt upp, og 11 ný fengin i staðinn. Síðan hefir skútunum stöðugt fækkað og eru nú 153. Því miður hafa mörg liinna nýju og stóru skipa farizt. Að endurnýjun flotans liefir gengið hægt, er vegna þess, að hyrjað liefir verið of seint á henni, þrátt fyrir tímanleg'ar áskoranir liéðan til fjárveitingavaldsins. Nú, þegar verðið á blautfiski og saltfiski liefir fallið, en útgerðarkostnaðurinn er stöðugt hár, er í rauninni ógerlegt að láta hin nýju, dýru skip svara kostnaði. Til þess að fá ríkislán til öflunar nýs skips, er krafizt, að það sé smíðað i danskri skipasmíðastöð. Það gæti reyndar verið sanngjörn krafa, ef skipin gætu nokk- urnveginn iiorið sig. Siðastliðin ár hefir hygging nýs 150 rúml. skips með öllum útbúnaði kostað um 130 þús. kr. i danskri skipasmíðastöð, Til sainanburðar má

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.