Ægir - 01.10.1939, Síða 15
Æ G I R
229
lagða áhættufé. Á þetta einnig við trygginga-
félög þau, sem taka að sér sinn hluta af hverri
einstakri tryggingu.
Stjórn félagsins skal skipuð þrem mönnum.
Tilnefnir ríkisstjórnin einn þeirra, og er hann
formaður stjórnarinnar, annar er tilnefndur af
eigendum skipa þeirra, sem eru í félaginu, en
sá þriðji er tilnefndur af vátryggingafélögum
þeim, sem taka þátt í tryggingunni, eða hafa
lagt félaginu áhættufé. Komi skipaeigendur eða
vátryggingafélögin sér ekki saman um tilnefn-
ingu manna í stjórnina, skipar rikisstjórnin
þá. Stjórnin skiptir að öðru leyti sjálf með
sér verkuni og ákveður starfstilhögun félags-
ins. — Stjórnin ákveður sjálf laun sín, en þó
skulu þau samþykkt af ríkisstjórninni.
Félagið má ekki taka i eigin áhyrgð dánar-
tryggingu fyrir hærri upphæð en kr. 225 000.00
alls á skipi í einni og sömu ferð. Ef þessi upp-
hæð nægir ekki til fyrirskipaðrar eða umsam-
innar tryggingar á skipshöfninni, má félagið
þó taka það, sem á vantar, með því að endur-
tryggja það.
Útgerðarmenn allra islenzkra skipa, sem
samkvæmt samningum eru skyldir til að
tryggja skipshafnir sinar gegn dauða og ör-
orku af völdum striðsslysa, skulu tryggja þessa
áliættu sína hjá félaginu, að svo miklu leyti
sem félagið getur tekið hana að sér. Ef út-
gerðarmaður slíks skips hefir ekki verið með
skipsliöfn þess í tryggingu hjá félaginu og lagt
fram áhættufé fyrir það, er félaginu heimilt
að taka allt að 20% hærra iðgjald fyrir trygg-
inguna en ella.
Nú lætur tryggingarskyldur útgerðarmaður
farast fyrir að tryggja skipshöfn sína, og skal
hún þá eigi að siður talin tryggð, og á stríðs-
tryggingafélagið sömu kröfu á iðgjaldinu og
trygging hefði farið fram samkvæmt lögum
þessum. Vanræksla útgerðarmanns á því að
tryggja skipshöfn sína varðar sektum allt að
100 000 krónum, og skal með mál út af slíku
farið sem almenn lögreglumál.
Iðgjöld ákveðast af stjórn félagsins í hvert
sinn eftir áhættunni eins og hún er á hverjum
tíma, þó ekki yfir 50% af iðgjöldum samkv.
iðgjaldaskrá þeirri, sem gildir fyrir ófriðar-
tryggingu hlutaðeigandi skips á sama tíma.
Iðgjöldin hafa lögtaksrétt.
Nú hefir félagið á einhverjum tíma orðið
fyrir svo miklu tjóni, að heliningur af áhættu-
fé þess er tapaður, og getur stjórn félagsias
þá ákveðið, að hækka iðgjöldin, eftir þvi sem
nauðsyn krefur, þangað til jöfnuði er aftur
náð.
Tekjuafgangi þeim, sem kann að verða,
þegar eignir og skuldbindingar félagsins hafa
verið gerðar endanlega upp, skal skipt milli
þeirra, sem lagt hafa fram áhættuféð, i sömu
hlutföllum og áhættufjárframlag þeirra nema.
Skirteini og önníir skjöl varðandi trygging-
ar félagsins eru stimpilfrjáls. Ennfremur skal
félagið undanþegið sköttum og útsvörum til
ríkis og bæjarfélags“.
Saltfisksalan.
Eftir að stríðið skall á vaknaði nokk-
ur kvíði meðal útvegsmanna út af því,
að lítt mögulegt mundi að selja eða koma
frá sér nokkru af saltfiski. Þetta hefir
þó farið á annan veg en menn iiugðu og
hefir fisksalan gengið mjög greiðlega
undanfarið. Hefir fiskurinn verið seldur
til Portúgal, Ítalíu, Grikklands og Bret-
lands. Auk þess liefir nokkuð verið selt
til Ameríku.
Þótt eftirspurn eftir fiski liafi verið
nokkuð ör undánfarið, hefir fiskmark-
aðurinn þó ekkert aukizt. Spánn er lok-
aður sem fyrr og allt í óvissu með, hvort
unnt verður að selja þangað fisk í ná-
inni framtíð. En það sem mestan þátl
hefir átt i að örva saltfisksöluna, er ótti
neyzluþjóðanna við að aðflutningur
kunni að teppast eða jafnvel að fram-
leiðslan kunni að stöðvast vegna stríðs-
ins. Þetta mun fvrst og fremst Iiafa ráðið
því, að hægt Iiefir verið að selja allmikið
af saltfiski undanfarið og að tekizt hefir
að ná dálítilli verðhækkun, þótl ekki sé
hún mikil, er fyrst og fremst stafar af
hinum miklu fiskbirgðum i framleiðslu-
löndunum, einkum Noregi.