Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.07.1947, Qupperneq 3

Ægir - 01.07.1947, Qupperneq 3
Æ G I R MÁNAÐARRIT FISKIFÉLAGS ISLANDS 40. árg. Reykjavík júlí—ágúst 1947 Nr. 7-8 Draumur eða veruleiki. Um stundar sakir, að minnsta kosti, syrt- ir mjög í álinn fyrir ísl. þjóðarbúskap. Margt l)er til að svo er, en þó einkum óáran frá náttúrunnar hendi og vankunnátta á meðferð viðskipta- og fjármála. — Það er veruleiki, að íslendingar áttu í styrjaldarlok meiri innistæður erlendis en nokkur önnur þjóð í Evrópu, miðað við mannfjölda. En það er jafnframt veruleiki, að sjóðir þessir oru að fullu etnir upp. Við höfum að vísu eignazt margs konar verðmæti í þeirra stað, en of miklu af erlendu innistæðunum hefur þó verið varið lil þess að seðja melnaðar- lýsn og hégómagirnd þess fólks, sem ekki kann sér læti, ef það er loðnara um lófa einn dag en annan. Ýmsir verða nú lil þess að halda því að almenningi, að ekki dugi annað en liorfast í augu við staðreyndir og ber sizt að lá slíkt. En þegar jafnframt er reynt að læða þeirri skoðun að alþýðu, að áslæðulaust sé að fást um, hvernig komið sé og jafnvel niælst til þess, að hún glevmi því, hverjir kera, að meira eða minna leyti, ábyrgð á því, að þjóðin er nú komin í gjaldeyrisþrot, þá þykir ýmsum eigi til lítils mælst. Nóg virðist hafa verið að því gert að ■slæva dómgreind almennings með móldviðri af blekkingum, þótt nú sé af því látið, og hver og einn kannist við, hvernig komið er, °g ekki sizt þeir, sem að einhverju leyti eiga sök á því. Allar tilraunir í þá átl að halda fram- leiðslunni gangandi hafa verið kákkenndar og miðazt við það eitt að fresta því um mánuði eða misseri að eigi ræki í strand. Seinasta tilraunin í þessu skyni, fiskábyrgð- arlögin svo nefndu, sýnir glögglega, hve um- I.'oðsmenn þjóðarinnar á þingi telja sér fært að lefla ólrúlega tæpt. Áður hefur í jiessu blaði verið látinn í ljós ótti um afdrif þessara aðgerða þingsins, og því miður virð- ist sú ætla að verða raunin, að hann hafi ekki verið ástæðulaus. Ef litið er á, hversu nú er ástatt fyrir út- gerðinni og þá aðallega bátaútveginum, blas- ir ekki Aið sérlega skemmtileg mynd. Tvær síldarvertíðir mjög aflarýrar hafa sett svip sinn á þessa mynd, og sú þriðja og einnig mjög aflarýr er að ganga hjá. Hvernig um- horfs verður i handraða fiskimanna og út- gerðarmanna að þessari vertíð lokinni er auðsætt. Og þegar við þetta bætist, að allar þorskafurðir bátaútvegsins eru með öllu óseljanlegar með framleiðsluverði, þarf naumast arnfráa sjón til þess að koma auga á þá vábeiðu, sem nú siglir hraðbyri um öll fiskþorp landsins. Enn er á það að líta, að sanmingar um ísfisklöndun ísl. togara í Englandi eru úti með haustinu, og gæti þá vel svo farið, að þrengra gerðist fyrir dyr- um hjá þeirri útgerð en orðið er. Þær þjóðir, sem fastast keppi við okluir um fiskmarkaðina, eiga þar nú alls kostar við okkur sökum þess, að þær gela selt sína vöru við miklu lægra verði en við. Norð- menn höfðu litla reynslu af hraðfrystingu fisks fyrir styrjöldina og að henni lokinni

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.