Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1947, Síða 6

Ægir - 01.07.1947, Síða 6
188 Æ G I R Sucinbjörn Enilson. Hann lók við rítslj. blaðsihs i bijrj- un árs ÍSl'i og hafði hana nirð höiHluni i S.Iár. ýinsa lund mjög hvetjandi til framkvæmda í sjávarútvegsmálum. í hóp þessara manna líiettist rétt fyrir aldamótin Snnnlendingur á léttasta skeiði, er lekið hafði skipstjóra- próf og iðaði í skinninu af framkvæmdar- þrá í þágu sjávarútvegsins. Þessi maður var Mattliias Þórðarson frá Móum. — Þeir þremenningarnir, sr. Björn, Skapti ritstjóri og Matlhías áttu oft viðræðiir um sjávar- útvegsmál veturinn 1899. Og þá var það, að sú luigmynd kom fram að gefa út mán- aðarrit um fiskveiðimálefni. Sr. Björn hvatti mjög Skapta og Matthías lil þess að hrinda þessari hugmynd í framkvæmd. Hanri hauðst sjálfur til að leggja ritinu ti! ýmis konar efni, en var hins vegar ófús á að slyðja það fjárhagslega. En þrátt fyrir það afréðu þeir Skapti og Matthías að senda landsmönnum þennan vetur boðs- hréf að fiskveiðiriti. En undirtektir urðu svo daufar, að ekki þótti formandi að leggja í útgáfu tímarits að svo komnu. Mál þetta lá siðan í þagnargildi um skeið, en Matthías ól ])ó æ i hrjósti þá von, að takast mætti að gera hugmyndina um ritgáfu fisk- )eiðitimarits að veruleika. Veturinn 1904 kom Matthias að máli við Hannes Hafliðason skipstjóra, er þá var formaður skipstjórafélagsins Aldan og ræddi um þetta mál við hann. Vildi Matthías, að „Aldan“ beitti sér fyrir út- g'áfu fiskveiðitímarits. Hannes svaraði lil- mælum Matlhíasar með þessum orðum: „Þú getur reynt að hera málið upp á lundi.“ Um forustu af hans hendi í þessu efni var ekki að ræða. Eftir að Matthías fluttist að austan gerðist hann leiðsögumaður á dönskum varðskipum hér við land. Þar kynntist harin dönskum og norskum fiskveiðiritum og við þau kynni jókst áhugi hans fyrir út- gáfu slíks rits hér á tandi. „Aldan“ var þá all voldugt félag, er mátti sín nokkurs í höfuðstaðnum, ef hún heilti sér. Því var það, að Matthíasi hugkvæmdist að leggja máli þetta i hendur þess félags. Hann Ieiddi það til umræðu á fundi í félaginu. Féíagsmenn voru sammála um, að nauð- synlegt væri að gefa út slikt rit, en hins vegar virtist þeim í of ráðizt fyrir félagið að standa að litgáfu ritsins. Það var þó lir, að kosin var ]>riggja manna nefnd til þess að athuga möguleika fyrir litgáfu fiskveiði- tímarits. Leitaði hún m. a. til Bjarna Sæ- mundssonar fiskifræðings og fór fram á ]>að, að hann tæki að sér útgáfu ritsins. En hann reyndist með öllu ófús til þess sökuin anna, en kvaðst liins vegar vilja styðja úl- gáfuna svo sem hann jnætli. Þegar svo var komið, var ákveðið að fresta útgáfu rits- ins lil haustsi'ns 1904. Það sama haust fór Matthías til Noregs og þar komst hann í kynni við M. Barclev, sem um þær mundir var ritsljóri „Norsk Fiskeritidende“, en í það rit sótti Bjarni Sæmundsson einkum iróðleik sinn um athafnir Norðmanna í sjávarútvegi. Á leið sinni heim til íslands kom Matthías lil Kaupmannahafnar og kynntist þar Videhæk, ritstjóra fjrrir „Dansk Fiskeritidende“. Bæði Barcley og Videbæk eggjuðu Matthías eindregið á að gefa út l'iskveiðitímarit, þá er hann kæmi heim. Matthías kom lil íslands í marzmánuði og hafði þá nefndin, sem vinna átti að útgáfu litsins, eklci hafsl neitt að. Litlu síðar fór Matthias um horð í varðskipið Heklu, en jneð því ællaði hann að vera þá um sum- arið. Schack var þá skipherra á Heklu, en hann var mikill íslandsvinur, sem kunnugt

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.