Ægir - 01.07.1947, Side 36
218
Æ G I R
Ski/Hililraimastöd Svia
í Gautabnrt).
A öðruin degi ráðstefnunnar flutti Ragn-
ar Rödström, framkvæmdarverkfræðingur
skipatilraunastöðvarinnar í Gautaborg, er-
indi um teknisk grundvallaratriði varðandi
tilraunir með skipslíkön. En að erindinu
loknu var mönnum sýnd tilraunastöðin. —
Þar starfa að staðaldri 40 menn. Yfirfor-
stjóri þessarar stofnunar er H. F. Nord-
ström prófessor. í forsal byggingarinnar
er mjög hátt og vítt lil veggja. Þar er verk-
sla>ði og eru þar smiðuð vaxlíkön. ÁTið hlið-
ina á forsalnum eru teiknistofur, skrif-
stofur o. fl. Afasl við líkanaverkstæðið er
2(50 m. löng bygging. Eftir henni endilangri
er tjörn eða skurður, 10 métra breiður og
ö m djúpur. Meðfram skurðinum beggja
vegna eru járnteinar, sem skipsvagninn
rcnnur eftir, en líkönin eru tengd við þenn-
an vagn, þegar þau eru dregin eflir endi-
löngum skurðinum í tilraunaskyni. Ávagni
þessum eru mælitæki. Nákvæmni í allri
smíði, er snertir tilraunastöðina, er með
fágætum. Má í því sambandi geta þess, að
bugða á teinunum er jafn mikil og bugð-
an á yfirborði jarðarinnar. Húsakynnin
eru það stór, að fundarmenn, sem voru um
270, sýndust hverfa, þegar inn var komið.
Meðan fundarmenn voru sladdir þarna
voru gerðar tilraunir með likön af tveim
bátagerðum. Var annað af v/b Böðvari frá
Akranesi. Þungi þess báts er 115 smálestir.
Þegar hraðinn var
9 sjómilur, þurfti 170 hestöfl.
10 — — 280 —
11 — — 500 —
Þá var gerð tilraun með likan af bát dr.
I'rederiks Ljungströms. Skipsþunginn var
liinn sami, en þegar hraðinn var 10 sjó-
mílur, þurfti ekki nema 150 hestöfl.
Bárður telur, að ísíendingarnir hafi ekk-
ert séð jaln merkilegt í Svíþjóðarförinni
og þessa tilraunastöð, enda hafi þar allt
verið nýlt fyrir þeim. Því að þótt Englend-
ingar byrjuðu á slíkum tilraunum árið
1871, þá sé það alveg nýtt að nota vísindin
í þágu þeirra, sem smíða fiskiskip. Þessar
tilraunir hafa orðið lil ómetanlegs gagns
í sambandi við smíði stórskipa, svo að
vænta íúá þess sama að því er snertir sma-
skip.
Einn daginn flutti K. J. Boxström, verk-
fræðingur við Wedaverken í Söderlálja,
ei'indi um létlmálma (aluminium) í fiskx-
báta, aðallega í yfirbyggingar. Hann taldi
litlar líkur til ])ess, að skipsskrokkar yrðu
fyrst um sinn búnir til úr aluminum, en
liins vcgar sennilegt, að litlir skemmtibát-
. ar yrði smíðaðir úr þessu efni. Hann laldi,
að enn þá væri ekki öruggt að sjóða saman
aluminiumj)lölur, og erfiðleikar væru með
hnoðun.