Ægir

Volume

Ægir - 01.07.1947, Page 44

Ægir - 01.07.1947, Page 44
226 Æ G I R ínjöjí slæimi vc-ðri var að svipast um eftir knfbátum, kafbát á yfirborðinu um 80 sjó- milur su'ður af íslandi. Kafbáturinn, sem reyndist vera li-570, fór þegar i kaf og hann varð var við flugvélina. En flugvélin varpaði niður reykdufli til þess að merkjá staðinn og sendi jafnframt skeyti um það, sem hún hafði séð. Önnur flugvél, sem send hafði verið frá íslandi, „S“ úr 269. flúgdeild undir stjórn .1. II. Thompssons flugforingja, sá U- 570 tveim- ur stundum siðar, um það bil, þcgar hann var að koma úr kafi. Kafbáturinn reyndi að kafa i flýti, en flugvélin reyndist honum viðbrags- skjótari og varpaði á hann I djúpsprengjum. Allar hittu þaer mark, en. tortímdu ]jó elcki hátnum eigi að siður. Sprengjurnar ónýttu ýmis tæki kafbátsins og nokkur leki kom að honum. Við þ:ið skelfdist hin sjóveika og óreynda áhöfn hans. Rahmlow, yfirmaður bátsins, var ekki af sama sauðahúsi og Prien og Kretsehmer, sem mundu hafa talið kjark í skipverja, gert við skemmdirnar og sennilega tekizt að komast undan. Þegar sjór kemst i raf- geyma, myndist oft klórgas. Af ótta við að svo tækist til var Rahmlow sannfærður um að öllu væri lokið fyrir sér, og þvi skipaði hann niönn- um sinum að setja á sig björgunarbelti og lét bátinn koma upp á yfirborðið. Kafbátsmenn komu þá út á þilfarið. Huclson-vélin sendi skeyti og bað um aðstoð skipa. Með góðri stjórn og notkun vélbyssunnar hindraði hún kafbátsmenn i að koma við loftvarnarbyssun- um. En Þjóðverjarnir voru svo sem ekki á þcim buxunum að berjast til þrautar. Þeir veifuðu hvítu flaggi, sem rcyndar var ekki annað en skyrta skipstjórans. Þrátt fyrir vont veður hringsólaði flugvélin yfir kafbátnum, þar til liðið var á dag, en þá var svo gengið á eldsneytisforða hennar, að Catalínaflug- hátur tók vi.ð gæzlunni og um nóttina skiptust svo fleiri bátar á gæzlu og fleygðu við og við út svifblysum til þess að missa ekki sjónar af kafbátnum. Kl. 11 um kvöldið kom togari og varaði liann Rahmlow við að sökkva kaf- bátnum. Snemma næsta morgun kom tundur- spillir á vettvang ásamt fleiri togurum og síðar um daginn, i mjög hvössu veðri, var skips- liölnin tekin úr kafbátnum, en hann dreginn til lands og settur á þurrt á íslandi. Ivafbátur- inn reyndist ekki mikið skemmdur og var honum brátt siglt til Englands af fámennri brezkri áhöfn. Siðar var bátur þessi gerður út undir nafninu H. M. S. Graph. Yið hertöku þessa báts fengu Englendingar margvislegar tekniskar upplýsingar, sem kom þeim að tals- verðum notum í baráttunni við kafbátana. l'ppgjöf þessara kafbátsmanna benti ein- dregið til þcss, að suniar áhafnir kafbátanna væru lélegri en áður. Þetta var fyrsta herferð kafbátsins U-570. Þrátt fyrir skemmdirnar gal hann kafað, en Rahmlow kaus eigi að síður að gefast upp. Sumir af hinum eldri og reyndari kafbátsmönnum, sem voru herfangar, létu > Ijós fyrirlitningu sína á, hve yfirmenn þeirra voru óreyndir og hin unga nasistaáhöfn litil- sigld. Net til varnar. Allan þann tima, sem styrjöldin stóð, komu fram ótal uppástungur um það, hvernig sigrast bæri á kafbátahættunni. Þær voru allar vandlega atlnigaðar af flotamálastjórn- inni. Meðal þeirra voru t. d. uppástungur um ýmiss konar hindranir gegn tiindurskeytum. Einkum var glímt við að finna upp einhvers lconar varnarútbúnað, sem fylgdarskipin Sin livoru megin við skipalestirnar gætu drégið með sér. Sú varð raunin, að eini hepþilegi út- búnaðurinn, sem nothæfur þótti i þessu skyni. var létt en sterkt vírnet, er skipin drógu 'sjáH- Þau voru hengd í bóniur og höfð úti, þegar sjór leyfði. Þessi net voru sett á nokkur skip 1 ágústmánuði 1941 og i styrjaldarlok hafði þeini verið komið fyrir á um 700 skipum. Xet þessi voru ekki alveg trygg til varnar, enda skýhlu þau ekki meira en 60- 757« af hliðum skips- ins. Af 21 skipi, sem varð fyrir lundurskeyta- árás með netið úti, var sex sökkt, og stafaði það ýmist af því, að tundurskeytin fóru > gegnum netin eða fram hjá þeim og lentu i skipsskrokknum. Hvað hin skipin 15 áhræðri sprungu tundurskeytin annað hvort i netinij og orsöluiðu ekkert tjón eða þeim lánaðist ekki að komast í gegnum það. A einu lierflutninga- skipi, sem var að flytja hermenn, fannst virkt tundurskeyti flækt i netið, þegar það var dreg- ið upp. Hafði skipið þá dregið netið nieð lundurskeytinu í 36 stundir. Þótt Bandaríkjamenn væru enn ekki orðnn styrjaldaraðilar, varð það þó að samkomulagi i aprílmánuði 1911, að amerisk herskip og ílugvélar svipuðust um á aðal siglingaleiðun- um i Yestur-Atlantshafi og létu vita um skipa- ferðir öxulrikjanna. Hins vegar máttu amerísk

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.