Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1950, Blaðsíða 3

Ægir - 01.05.1950, Blaðsíða 3
Æ G I R MANAÐARRIT fiskifélags islands 43. Reykjavík — maí 1950 Nr. 5 Islendingar laga sig eftir aðstæáum. Það hefði einhverntíma þótt fyrirsögn, landhelgi væri færð út um 4 sjómilur frá yztu annesjum, svo sem gert hefur verið fyrir Norðurlandi, ón þess að hreyft væri andmælum af hálfu þeirra, sem árum saman hafa stundað þar botnvörpu- og áragnótaveiðar. Fátt sýnir betur, hve al- varlegum augum menn líta rányrkju þá, Sem höfð er í frammi á fiskislóðunum kringum landið. Og samtímis og þessi á- kvörðun er tekin, berast óskir frá sýslu- °g sveitarfundum um að friða nafngreinda firði og flóa fyrir fvrrgreindum veiðarfær- um. Allt er þetta órækur vottur um hug Wanna í þessum efnum. Eftir að Ijóst varð, að sæmilegur mark- aður er fyrir lúðu í Ameríku, hafa all- margir bátar byrjað lúðuveiðar vestur í hafi. Afli hefur yfirleitt verið góður. Þess dæmi, að bátar hafi fengið nálægt 500 mður i veiðiferð. Togararnir eru sumir hverjir að búast veiða í Hvítahaf vegna þess að afli þykir legur hér við Iand. Allmargir togarar fiska yrir fiskimjölsverksmiðjur. Saltfiskkestirnir stækka með hverjum ^1- Unnið er sleitulaust að því viðsvegar 11111 h,n<l að koma up fiskþurrkunarhús- Uni- ^ byrjun vetrar verður farið að flytja ''erkaðan saltfisk á gamalkunna markaði. Sagt er að hugur sé í ýmsum að gera gomlu togarana út á síldveiðar. _ Eggur er } ýxnsum, að erfiðlega gangi að a 'ihunandi markaði fyrir sjávarafurðir. Það er þegar orðið ljóst, að á þessu ári skiptir um skeið hvað snertir ísfisksölu til Bretlands. í þeim efnum virðist allt vera komið í sama farveg og var fyrir styrjöld- ina. Sömu söguna er að segja um ísfisk- söluna í Þýzkalandi. Freðfiskmarkaðurinn er eigi nema svipur hjá sjón hjá því sem verið hefur undanfarin ár. Verði eigi unnt að ná í nýja markaði fyrir freðfisk, verð- ur að minnka þá framleiðslu frá því sem orðið er. Hin einhæfa framleiðsla á salt- fiski er nú það, sem á er starað, og vitan- lega er ekkert við því að segja úr því að- stæður allar hníga að því. Síldarolían hef- ur verið seld fyrir fram fyrir gott verð, en allt er enn á huldu um verðið fyrir síldarmjöl. Það sem hér hefur verið drepið á, er umræðuefni þeirra, sem við sjó búa. Það sýnir ljóslega, hvernig íslendingar laga sig eftir aðstæðum, og meðan þeir hafa tök á því, standa þeim opin sund til að bjarga sér. Loks er þess að geta, að síldveiðarnar á komandi vertíð bera mjög á góma. Sumir eru bjartsýnir, telja, að veiði verði góð og tefla fram ýmsum rökum fyrir því. Aðrir eru vondaufir. Gamall og reyndur síldveiði- skipstjóri sagði við mig, að hann byggist ekki við neinni breytingu, hann hefði reiknað með tuttugu ára veiðitregðu. Von- andi er, að hann hafi komizt út úr kortinu með sinn reikning. L. K.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað: 5. Tölublað (01.05.1950)
https://timarit.is/issue/313014

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

5. Tölublað (01.05.1950)

Aðgerðir: