Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1950, Blaðsíða 16

Ægir - 01.05.1950, Blaðsíða 16
94 Æ G I R Björgunarslcipiá „María Júlía". Föstudaginn 21. apríl síðastl. kom björg- unarskipið „María Júlía“ til Reykjavíkur fyrsta sinni. Mörg undanfarin ár hafa slysavarna- sveitirnar á Vesfjörðum safnað fé í því augnamiði að smíðað yrði björgunarskip íyrir þennan landshluta. Hafa þær lagt fram í þessu augnamiði 312 þús. krónur. Stærsta gjöfin var frá hjónunum Maríu Júlíu Gjsladóttur og Guðmundi Brynjólfi Guðmundssyni á ísafirði, en þau gáfu al- eigu sína í björgunarskútusjóð Vestfirð- inga. Hefur hið nýja björgunarskip verið nefnt eftir hinni gjafmildu ísfirzku konu. Þetta nýja skip, sem í senn skal annast björgunar- rannsóknar- og löggæzlustörf, er smíðað úr eik í skipasmíðastöðinni í Fre- derikssund í Danmörku. Það er 137.4 rúm- lestir að stærð. Lengd þess er 27.5 m, breidd 6.37 m og dýpt 3.25 m. Á efri hæð í yfirbyggingu hússins er stýrishús fremst með venjulegum áhöldum, en fyrir aftan það er kortahús, þar sem komið er fyrir talstöð, bergmálsdýptarmælum og öðrum nýtízku siglingatækjum. — Á neðri hæð- inni er fremst rannsóknarherbergi fyrir fiskifræðinga og niðurgangur í mannaíbúð- ir, svo sem eldhús og matsal skipverja, en aftast í húsinu er niðurgangur í lestina og frystiklefi fyrir matvæli. Undir þiljum er fyrst herbergi fyrir fiskirannsóknir öðru megin, en setherbergi hinu megin. íbúðir skipverja og herbergi fiskifræðings eru þar fyrir framan. Framan Björgunarskipid „María Júlía'

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.