Ægir - 01.05.1950, Blaðsíða 10
88
Æ G I R
framkvæmdir og tekjur. — Sama máli
gegnir um togaraútgerðina.
Strax og ég sá hagfræðingaálitið með
einu fastsettu gengi, sagði ég, að það yrðu
ekki liðnir 6 mánuðir þangað til útgerðar-
menn og fólkið kæmi til að biðja um nýtt
gengi — svo kallað frilistagengi handa
Faxaflóasildinni og öðru. Skráð gengi er
alltof lágt fyrir hana og aðrar sjávaraf-
urðir bátaútvegsins. Ég get ekki séð betur
en að það þurfi að haga genginu eftir
markaðshorfum og sölu afurðanna. Hefði
t. d. síðastl. haust ekki verið svo lcallaður
frílisti á Faxasíldinni, hefði sú útgerð og
síldarsöltun legið niðri, en vegna þess að
það var, höfðu margir bátar sæmilega af-
komu af síldveiðunum í Faxafióa og fólkið
i verstöðvunum, sem saltaði síldina, ágæta
atvinnu. Og bætti þetta upp fyrir mörgum
rýrt sumar frá Norðurlandinu.
Ég skrifaði blaðagrein 1946 og benti þá
á, að útgerðarmönnum veitti ekki af öllum
þeim gjaldeyri, sem kæmi inn fyrir þorsk-
afurðirnar. Sama ætti að gilda fyrir bænd-
ur og afurðir þeirra. Þeir ættu sjálfir að
fá að ráðstafa gjaldeyrinum fyrir þær. Ég
sé nú, að þetta hefur verið orð í tíma
talað.“
Sæmundur Ólafsson:
Tólf stunda hvíld á togurum.
Nokkur undanfarin ár hefur legið frum-
varp fyrir Alþingi um 12 stunda hvíldar-
tíma á sólarhring fyrir togarasjómenn. Al-
þingi hefur ekki viljað samþykkja þetta
frumvarp, og svo reyndist einnig á því
þingi, sem nú er nýlokið. Nokkuð hefur
bryddað á þeirri skoðun á Alþingi, að sjó-
menn og útgerðarmenn ættu að semja sín
á milli um hvíldartímann. Nokkru áður
en Alþingi lauk, ritaði Sæmundur Ólafs-
son, sem er einn af stjórnarnefndarmönn-
um í Sjómannafélagi Reykjavíkur, grein í
Alþýðublaðið um þetta mál. Hann greinir
frá því, að togarasjómenn hafi sagt upp
samningum við útgerðarmenn, og um
kaupgjaldsmálin munu sjómannafélögin
og útgerðarmenn ná samkomulagi eins og
jafnan áður. En svo segir hann orðrétt:
„Um hvíldartíma hásetanna gegnir öðru
máli. Ef hásetarnir þurfa að semja um
hvíldartímann við útgerðarmenn, mun það
torvelda samkomulag á milli þessara að-
ila; því vitað er, að togaraútgerðarmenn
hafa mjög einstrengingslegt sjónarmið í
mannréttindamálum sjómanna og hafa
alltaf barizt á móti hverri réttarbót þeim
til handa. Það verður því að teljast mjög
óhyggilegt að láta háseta og útgerðarmenn
deila um hvíldartimann á togurunum, og
mjög er vafasamt, að þeir komist nokk-
urntíma að neinni viðhlítandi niðurstöðu.
Hér verður Alþingi að koma tii skjalanna
og lögbjóða 12 stunda hvíld á togurum.
Bregðist Alþingi þeirri slcyldu sinni við
togaraútveginn, má telja líklegt að togara-
útgerð verði mjög stopul, á saltfiskveið-
um að minnsta kosti. íslenzkir sjómenn
vilja ekki láta drepa sig með ofþrælkun
á fáum árum vegna þröngsýni og þekk-
ingarlevsis manna, sem ekki hafa gefið sér
tóm til að hugsa um þessi mál, en tileinkað
sér ómeltan áróður andstæðinga verkalýðs-
ins um hvíldartíma togaraháseta.
Eg hef spurt marga yfirmenn á togur-
um að þvi, hvort þeir álíti að fjölga þurfi
fólki á skipunum, þótt 12 stunda hvild
verði tekin upp. Þeir hafa allir hald.ið því
fram, að vinnuafköstin myndu aukast það
mikið, við aukna hvild, að engin ástæða
sé til að fjölga hásetum, þótt 12 stunda
hvíld verði tekin upp.
Með þessu áliti yfirmannanna eru veiga-
mestu rök úigerðarmanna gegn 12 stunda
vökulögunum gerð að engu. Því ef ekki
þarf að fjölga hásetunum vegna lengri
hvíldartíma, þá kostar það útgerðina ekk-
ert í peningum að leng'ja hvíldartímann.
En fullyrðing útgerðarmannanna um það,
að bæta þyrfti 4—6 hásetum á hvert skip,
ef hvíldin yrði lengd upp í 12 stundir,
hafa verið aðalrök andstæðinga málsins.
Það er á valdi Alþingis þess, er nú situr,
að bjarga togaraútgerðinni frá því að verða