Ægir - 01.05.1950, Blaðsíða 14
92
Æ G I R
Ba nn viá dragnótaveiái.
Samkvæmt lögum nr. 83 22. okt. 1945
um viðauka við lög nr. 45 13. júní 1937,
um bann gegn dragnótaveiði í landhelgi,
hefur atvinnumálaráðuneytið gefið út
reglugerðir 1. marz síðastl., er banna drag-
nótaveiðar á eftirtöldum stöðum:
1. Enginn má nota neina tegund drag-
nóta til fiskveiða innan landhelgi í Aðal-
vík í Norður-Isafjarðarsýslu frá Ritstá að
Straumnesi á tímabilinu frá 1. júní til 30.
nóvember ár hvert.
2. Enginn má nota neina tegund drag-
nóta til fiskveiða innan landhelgi frá línu,
er hugsast dregin frá Keili um Sandgerðis-
vita á haf út og fyrir framan Strandlengju
Gerðahrepps, Keflavíkurkaupstaðar, Njarð-
víkurhrepps og Vatnsleysustrandarhrepps
að Hraunsnesi, á timabilinu frá 1. júní til
30. nóvember ár hvert.
Bann þetta nær jafnt til allra skipa og
báta, sem slík veiðarfæri nota.
Lögreglustjóra og skipum þeim, er hafa
á hendi landhelgisgæzlu, ber að annast
um, að bannákvæðum reglugerðar þessar-
ar sé hlýtt.
Brot gegn þessu banni varðar sektum,
er nema 2500—5000 gullkrónum, svo og öll
veiðarfæri, þar með taldir dragstrengir, og
einnig allur afli innanborðs, upptæk.
4. gr. Með ákvæðum reglugerðar þess-
arar er ekki heft siglingafrelsi skipa á haf-
inu, enda sé löglega um veiðarfæri þeirra
búið, sbr. lög nr. 33 19. júní 1922.
5. gr. Framkvæmd á reglugerð þessari
skal hagað þannig, að hún sé ávallt í sam-
ræmi við milliríkjasamninga um þessi mál,
sem Island er aðili að á hverjum tima.
6. gr. Brot gegn ákvæðum reglugerðar
þessarar og reglum og auglýsingum, sem
settar verða samkvæmt henni, skulu varða
sektum frá kr. 1000.00 til kr. 100 000.00.
Þó skulu refsiákvæði gildandi laga um
bann gegn bötnvörpuveiðum og dragnóta-
Léttun fisks
á ýmsum verkunarstigum
Menn hefur mjög greint á um það, hve
mikið hráefni fari í saltfisk á ýmsum verk-
unarstigum. Það hefur heldur ekki verið
rannsaltað nákvæmlega hverjir séu hundr-
aðshlutar hinna ýmsu hluta fisksins.
Til þess að fá örugga niðurstöðu í þessu
el'ni, þyrl’ti að gera mjög víðtækar rann-
sóknir, því að ekki gildir hið sama í þessu
efni um allt landið og einnig kemur hér til
greina, hvaða veiðarfæri eru notuð.
Til þess að afla nokkurrar vitneskju í
þessu efni, keypti Fiskifélagið í marz 1948
læpar 60 smál. af þorski á Akranesi, og lét
rannsaka þar og síðar hér í Reykjavík
þunga fisksins á ýmsum stigum. Fiskur-
inn var allur veiddur á lóð. Niðurstþður
rannsóknanna ættu því að gefa noklcurn
veginn rétta mynd um þungahliitföll línu-
fisks í Faxaflóa á vetrarvertíð.
Niðurstöður rannsóknanna urðu þessar:
Þungi einstakra hluta fisksins miðað
við fisk upp úr sjó:
1. Hrogn ................... 3.48 %
2. Lifur ................... 5.92 —
3. Haus ................... 16.93 —
4. Hryggur ................. 6.44 —
5. Annar úrgangur ......... 10.94 —
6. Fiskurinn flattur ...... 56.29 —
Niðurstaðan af þessu verður, miðað við
i'isk upp úr sjó:
1. Slægður fiskur með haus 79.66 '%
2. Sl. og hausaður fiskur .. 62.73 —
3. Flattur fiskur ......... 56.29 —
veiðum haldast óbreytt varðandi hafsvæði,
sem þau hafa verið miðuð við.
7. gr. Reglugerð þessi öðlast gildi 1. júní
1950.
Reglugerð þessi er hér með sett sam-
kvæmt lögum nr. 44 5. apríl 1948, um vís-
indalega verndun fiskiiniða landgrunnsins.