Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1950, Blaðsíða 8

Ægir - 01.05.1950, Blaðsíða 8
86 Æ G I R En það eitt út af fyrir sig er ekki nægi- legt, einkum og sér í lagi, ef litið er á það, að verðlag fer nú lækkandi á öllum fram- leiðsluvörum okkar. Að sjálfsögðu á það alltaf að vera fyrst og síðast í framleiðsl- unni, auk fyllstu vöruvöndunar, að gæta hins ýtrasta sparnaðar og leita ávallt þeirra leiða, sem gera framleiðsluna sem ódýr- asta. Einhver mun e. t. v. segja, að þetta sé svo sjálfsagður hlutur, að ekki þurfi um það að tala. — Væri betur að svo reynd- ist. En hér eiguin við íslendingar áreiðan- lega mikið ólært, og er ég hræddur um, að ábyrgðarfyrirkomulagið, sem í gildi hef- ur verið á fjórða ár, hafi ekki bætt fyrir í þessu efni. Þetta atriði er eitt hinna þýð- ingarmestu í sambandi við það, hvort geng- islækkunin verður útflutningsframleiðsl- unni til þess framgangs, sem til er ætlast, og það er að því leyti athyglisvert, að landsmenn geta mestu ráðið um það sjálfir hvort svo verður, bæði með þvi að stilla i hóf öllum kröfum á hendur utflutnings- framleiðslunni, er beint eða óbeint leiða til hækkandi framleiðslukostnaðar sem og að leita allra þeirra ráða, er duga mættu til að lækka framleiðslukostnaðinn. Á því, hvort íslendingar standast þessa prófraun, veltur e. t. v. meira en á nokkru öðru, hvort þeirra bíður fjárhagslegt öng- þveiti, eða velgengni byggð á blómlegu at- vinnulífi. Ólafur Thors: Síldarlýsissalan í ár. Um páskaleytið dvaldist Ólafur Thors atvinnumálaráðherra í Bretlandi til þess að vinna þar að sölu ísl. sjávarafurða. Þegar hann kom heim, flutti hann skýrslu um ferð sina í útvarp. Taldi hann milda örð- ugleika á sölu freðfisks og ísfisks, en sölu- horfur sallfisks taldi hann hins vegar sæmilegar, ekki sizt, ef unnt reyndist að koma upp þurrkhúsum nægilega skjótt, svo að hægt væri að fullverka verulegan hluta af saltfiskinum. Um sölu sildarlýsis fórust honum svo orð: „Svo sem kunnugt er hefur brezka stjórn- in að undanförnu keypt allmikið af síldar- lýsi frá íslandi. Skilmálar hafa verið ís- lendingum mjög hagkvæmir, einkum þó á árunum 1948 og 1949. Að dómi ríkisstjórn- ar íslands var mjög mikilsvert að ná svip- uðum skilmálum. Var talið sennilegt, að það mætti takast, en hins vegar bentu lílcur til, að erfitt yrði að ná aðgengilegu verði. Taldi því ríkissjórnin nauðsynlegt að ég færi til London til þess að ræða þessi mál við brezku ríkisstjórnina. Málalok urðu þau, að íslendingar náðu að þessu sinni eigi að eins sömu skilmálum og fyrr, held- ur allmildu betri, og einnig eftir atvikum hagstæðu verði. íslendingar skuldbinda sig til þess að selja Bretum 40% af síldarlýsisframleiðslu sumarvertíðarinnar, þó aldrei meira en 12 000 tonn. Bretar eru hins vegar skuld- hundnir til þess að kaupa allt að 50 000 tonnum, ef íslendingar óska þess. Verði sæmileg veiði geta íslendingar þannig selt öðrum mest af lýsinu, ef verðið hækkar, en afhent Bretum það, ef verðið fellur. Hagstætt verð. Varðandi verðið varð samkomulag um f 80 fyrir tonnið fiátt um borð á íslandi. Er það sama verð, eins og Bretar hafa greitt Norðmönnum fyrir hvallýsi komið til Bretlands. En af Breta hálfu var því haldið fram, að eðlilegur verðmunur, ann- ars vegar vegna gæða en hins vegar vegna farmgjalda, væri £• 7 á tonnið, og er þá ekki liöfð hliðsjón af því, að i Bretlandi er 10% innflutningstollur á síldarlýsi, en enginn innflutningstollur á hvallýsi. Má hiklaust fullyrða, að brezka stjórnin og þeir ern- bættismenn, sem með samninga fóru af liennar hendi, hafi gengið svo langt til samkomulags við íslendinga, sem þeim var auðið. Þá féllust Bretar að þessu sinni á alveg ný fríðindi íslendingum til handa, þau, að

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað: 5. Tölublað (01.05.1950)
https://timarit.is/issue/313014

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

5. Tölublað (01.05.1950)

Aðgerðir: