Ægir - 01.05.1950, Blaðsíða 6
84
Æ G I R
aukinn áhugi manna fyrir útflutningsfram-
leiðslunni, vegna vona um bætta afkomu
þess atvinnuvegar. Það leikur heldur ekki
á tveim tungum, að gætt hefur aukins á-
huga á þessu sviði. — Meiri þátttaka hefur
verið í fiskveiðunum á þessari vertíð en
áður, enda þótt gengislækkunin væri ekki
l'ramkvæmd fyrr en á miðri vertíð. Hins
vegar var það Ijóst frá upphafi vertíðar-
innar, að von væri slíkra ráðstafana og
vonin ein ýtti undir menn að hefja fram-
leiðslustarfsemina. Það hefur aftur á móti
komið í ljós, að vinnuaflið hefur ekki að
sama skapi verið fúst til að snúa sér að
fiskveiðunum, en undanfarin ár hefur
straumurinn stöðugt legið frá útflutnings-
framleiðslunni í ýmiss konar störf, sem
hvorki geta talist gjaldeyrisaflandi né
gjaldeyrissparandi. Það hefur því nokkuð
borið á vinnuaflsskorti i vissum greinum
útgerðarinnar eins og t. d. á togurunum,
sem margir hverjir hafa farið á saltfisk-
veiðar og þvi þurft að auka mannafla sinn“.
Að lokurn ræddi Davið um aflabrögðin
og markaði fyrir framleiðsluvörur útvegs-
ins. Um það siðarnefnda sagði hann:
Afurðasalan.
„Og þá kem ég að öðru atriðinu, sem ég
minntist á áðan næst á eftir aflabrögðun-
um, en það er salan á framleiðslunni, því
það er hún, sem ræður mestu um það,
hversu hagnýting aflans er hagað hverju
sinni.
Þess hefur gætt sífellt meira í seinni tíð,
að fiskmarkaðarnir væru að færast meir
og meir í svipað horf og fyrir styrjöldina.
Eftirspurn eftir saltfiski hefur farið vax-
andi og þó einkum nú alveg nýlega eftir
verkuðum fiski. Hinsvegar hafa erfiðleik-
arnir á sölu frosins fisks aukizt. Það er
ekki aðeins hér á landi, að framleiðsla
frosins fisks hefur aukizt mjög eftir styrj-
öldina, heldur einnig víða annars staðar,
og saina er að segja um ferskan fisk eða
það, sem við köllum ísfisk. — Þetta mikla
og vaxandi framboð af slílcum fiski hefur
nú sýnilega orsakað þrengsli á mörkuðun-
um og afleiðingin er sölutregða í bili a.
m. k. Hins vegar hefur saltfiskmarkaður-
inn getað tekið við meira magni en boðið
hefur verið fram, en einnig þar eru tak-
mörk, einkum að því er snertir óverkaðan
fisk. Bein afleiðing af þessum markaðs-
horfum eru þær breytingar, sem orðið hafa
á hagnýtingu aflans. Þegar ljóst varð, að
erfiðleikar mundu verða á sölu frysta fisks-
ins, drógu frystihúsin úr framleiðslu hans,
en juku aftur á móti saltfiskframleiðsluna.
Þegar ísfiskmarkaðurinn í Bretlandi versn-
aði svo mjög, sem raun varð á, tóku all-
margir togarar þann kostinn að hætta að
sigla með ísfisk á ótryggan markað, en fóru
í þess stað á saltfiskveiðar. — Þetta hvort
tveggja hefur eins og áður er sagt, valdið
því, að saltfiskframleiðslan hefur aukizt
mjög. En hvort tveggja er, að eftirspurn
eftir óverkuðum saltfislci er takmörkunum
háð og því ekki unnt að treysta á ‘þann
markað í það óendanlega og eins hitt, að
erfiðleikum er bundið að geyma óverkað-
an saltfisk yfir sumartímann, bæði vegna
mikillar rýrnunar og skemmdarhættu. Til
þess að synda frain hjá þessum skerjum,
og um leið að skapa aukna möguleika fyrir
sölu á fiskinum er ein leið, og hún er sú,
að verka sallfiskinn þ. e. a. s. að þurrka
hann. Allt frá því íyrir styrjöldina höfum
við haft lítið af þeirri atvinnugrein að
segja, en á þeim árum var meginhluti salt-
fiskframleiðslunnar þurrkaður. En við-
liorfið hefur breytzt síðan, að því er snertir
þá aðferð, er notuð verður við þurrkunina.
Fyrir styrjöldina var rnestur hluti fram-
leiðslunnar sólþurrkaður, en þurrkhús voru
þá til óvíða. Vegna þess hve vinnuaflið er
nú orðið magfallt dýrara en þá var, er lítt
vinnandi vegur að sólþurrka fisk í stórum
stíl, þar sem framleiðslukostnaður hans
yrði á þann hátt langt fyrir ofan það, sem
von væri til að selja hann fyrir. Er því nú
þegar hafinn undirbúningur að því að
koma upp þurrkhúsum, þar sem fiskurinn
er þurrkaður á vélrænan liátt á skömmum
tíma og handaflið sparað eftir föngum.