Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1950, Blaðsíða 5

Ægir - 01.05.1950, Blaðsíða 5
Æ G I R 83 Raddir annarra. Davið Ólafsson: Sjávarútvegurinn Astand og horfur. Föstudaginn 5. maí síðastl. flutti Davíð Ólafsson í útvarp erindi með ofangreindu heiti. Fyrst vék liann að fiskábyrgðinni og samanburði á afkomu okkar við síldveiðar °g annarra þjóða, er stunda þær veiðar hér Yið land. Taldi hann, að útlendingar hefðu haft sæmileg'a afkomu við þessa útgerð og' stundum jafnvel ágæta á sama tíma og mikill hallarekstur væri á okkar útgerð. Hér væri því ekki um að kenna aflaleysi, heldur of háum framleiðslukostnaði og einhæfum veiðiaðferðum. Síðan sagði hann °rðrétt um hinn hækkandi framleiðslu- hostnað og gengislækkunina: )ei'ður, eins og áður er sagt, hægt að veiða I ar eingöngu með þýzkum togurum jafn- iliða síldveiðunum, hljóta alvarleg vanda- inál að koma í ljós, þegar auk þess á að ytja mikið magn af isfiski á markaðinn. erður þá hætt við, að leggja verði upp niorgum togurum á þeim tírna, sem annars inætti gera ráð fyrir að orðið gæti um II jngar veiðar að ræða fyrir Þjóðverja. Sá ^skur, sem boðinn verður fram, getur ekki nað verði, sem borgað getur útgerðarkostn- nðinn. Loks er það álitamál, hvort það er 1 samræmi við markmið Marshall áætlun- minnar að greiða fé úr landi fyrir vörur, sem hægt er að afla með eigin tækjum í s nð þess að ráðstafa dollurum til kaupa 3 nauðsynlegum hráefnum. Hækkandi framleiSslukostnaður — Gengislækkunin. „En framleiðslukostnaður sjávarafurð- anna fór sifellt hækkandi og í árslok 1949 var svo komið, að ekki einungis bátaút- vegurinn taldi fráleitt að halda áfram rekstri að óbreyttum aðstæðum, heldur var einnig komið svo fyrir útgerð stórvirkustu aflatækjanna, nýsköpunartogurunum, að henni varð heldur ekki haldið áfram að óbreyttu nema með fyrirsjáanlegum mikl- um hallarekstri. Var nú ljóst, að ekki varð lengur hjá því komist að grípa til einhverra þeirra ráðstafana, sem duga mættu til að rétta við hag útgerðarinnar allrar. Eftir mjög ýtarlegar athuganir sérfróðra manna varð það úr, svo sem kunnugt er, að gengi íslenzkrar krónu var lækkað um 42.6 af hundraði, sem þýddi raunverulega, að miðað við sama verð og áður í erlend- um gjaldeyri hækkaði verðlag útflutnings- afurðanna í íslenzkum krónum um 74.2 af hundraði. Það leiðir af þvi, sem hér hefur sagt verið, að meginástæðan til þess að gengis- lækkunin var framkvæmd, var hið bága fjárhagsástand sjávarútvegsins og tak- markið sem gengislækkuninni var og er ætlað að vinna að, er rekstur þessa ann- ars undirstöðuatvinnuvegar þjóðarinnar og því nær einasta útflutningsatvinnuvegar verði á nýjan leik arðberandi án þess að til komi greiðslur úr ríkissjóði. Það er augljóst, að verð það, sem fæst fyrir út- flutningsafurðirnar í ísl. krónum hækkar mjög frá því, sem áður var, en þrátt fyrir það er þó of snemint að segja fyrir um það enn þá, hvaða vonir má gera sér um áhrif gengislækkunarinnar fyrir útflutn- ingsframleiðsluna, því fleira kemur þar til. Það er með slíkar ráðstafanir eins og aðrar á sviði efnahagsmála, að mörg atriði koma þar til áhrifa og sum, sem erfitt eða ó- möguleg't er að sjá fyrir eða ráða við. Sú afleiðing gengislækkunarinnar, sem einna fyrst hefði átt að koma í ljós, var

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað: 5. Tölublað (01.05.1950)
https://timarit.is/issue/313014

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

5. Tölublað (01.05.1950)

Aðgerðir: