Ægir - 01.05.1950, Blaðsíða 9
Æ G I R
87
íslendingar þurfa ekki að segja til, fyrr en
30. júní n. k., hvort þeir fyrir sitt leyti
V1lja ganga að þessum skilmálum, þ. e. a. s.
10—11 vikum frá því að samningaumleit-
anir fóru fram. Af þvi leiðir, að ef lýsis-
markaður hækkar á þeim tíma, eru íslend-
>ngar með öllu óbundir Breturn um sölu
a lýsinu, en Bretar eru bundnir við tiiboð
sitt jafnt þótt verðlag lækki. Hið eina skil-
J'rði af hendi Breta fyrir þessum nýju fríð-
indum var, að ef íslendingar ákveða að
seija meira en 60% af lýsisframleiðslunni,
þá gefi þeir Bretum kost á að kaupa um-
rædd 40% og þá fyrir það verð, sem ís-
lendingar jiá telja sig geta fengið fyrir það
magn annars staðar. Allur er þessi samn-
ingur með mjög óvenjulegum hætti. Verðið
er að sönnu ekki jafn hátt og auðið mun
að selja iítið magn fyrir til annarra landa.
En hvort tveggja er, að íslendingar geta
tæplega, eftir reynslu undanfarinna ára,
selt ákveðið magn, heldur aðeins hundraðs-
hluta af framleiðslu sinni, en slíka samn-
mga vilja kaupendur eðlilega síður gera,
sem hitt, að þessir skilmálar geta reynzt
íslending'um ómetanlegir, ef um sæmilega
veiði yrði að ræða og verðlag skyldi reyn-
ast lækkandi, en til þess bendir reynsla
andanfarinna ára. Þessi málalok eru því
íslendingum hagstæð og lýsa rnjög góðhug
Ereta og viðleitni þeirra til að styrkja
nkkur, þar sem þeir telja sig geta komið
því við.
Jafnframt athuguðum við möguleika fyr-
lr sölu á síldarmjöli. Eins og kunnugt er
var verðlag allhátt á því um síðustu ára-
llrót, en hefur fallið um sem næst 40%
síðan. Töldum við því rétt að selja Bretum
ekkert mjöl að svo stöddu, en á undanförn-
um árum hafa þeir keypt nærri 40% af
islenzka mjölinu. Verður það mál ef til
vill tekið upp að nýju síðar-------------.“
Óskar Halldórsson:
Þrenns lconar gengi.
Óskar Halldórsson ritaði langa grein í
Morgunblaðið 16 maí síðastl., er hann nefn-
ir: „Hverning verður útgerðinni og útflutn-
ingsverzluninni bezt hagað?“ Efni hennar
verður ekki rakið hér, en aðeins birtur sá
lcafli hennar, sem Óskar kallar: „Þrenns
konar gengi“.
„Mér sjálfum og öðrum er það fyllilega
Ijóst, að úr því ekki var tekin sú heilbrigða
stefna að hafa nokkurs konar landaura
vísitölu eða láta útflutningsverð afurðanna
ráða kaupgjaldinu, þá verðum við að halda
olckur við gengislækkunina, sem nú er
komin, en ég vildi hafa hana með öðru
fyrirkomulagi. í stað 45 króna punds vil
ég fá fyrir flestan útflutning okkar og að-
alútflutninginn 57 króna pund — og fyrir
það gengi verði megnið af okkar innflutn-
ingi keypt. Svo er óhjákvæmilegt að hafa
þriðja gengið á krónunni og ætti það að
vera 75 króna pund — fyrir svo lcallaðar
frílistavörur.
Ég vil hafa gengin þrjú:
Matvörugengi 26 krónur.
Vörukaupagengi 57 krónur.
Frilistagengi 75 krónur.
Það er vist ekki að efa, að margt hefur
verið rétt og viturlega sagt í hagfræðinga-
áliti Benjamins og Ólafs, en strax og ég sá
það, varð mér ljóst, að það var ófram-
kvæmanlegt. Eins og það er nauðsynlegt
að þekkja lög og reglur, sem gilda í því
landi, sem maður ætlar að verzla við, er
ekki síður nauð6ynlegt að þekkja atvinnu-
og framleiðsluskilyrði og kostnaðinn við
útflutningsverðmætin hér á landi.
Það þarf engum að blandast hugur um
það, að þrjú gengi krónunnar halda lengst
áfram útgerðinni og útflutningsverzlun-
inni og með því eina móti er hægt að
stöðva að nokkru fyrirsjáanlegt atvinnu-
leysi. Það skal viðurkennt, að gengislækk-
unin gefur síldarútvegsmönnum, síldarsjó-
mönnum og síldarverksmiðjum auknar