Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1950, Blaðsíða 7

Ægir - 01.05.1950, Blaðsíða 7
Æ G I R 85 Sums staðar er notasta við gömul þurrk- hús, endurbætt, en víðast verður að byggja ný, enda að ýmsu leyti um nýja tækni að ræða. Ekki er enn hægt að sjá fyrir um það, hversu mikið verður unnt að verka af salt- fiski af þessa árs framleiðslu, þar sem nokkur óvissa er ríkjandi um það, hversu mörg þurrkhús taka til starfa í tæka tíð. Allt útlit er fyrir, að á þessu ári nái saltfisk- framleiðslan 40 000 smál. eða um það bil fvöfalt meira en á fyrra ári, og meira en nokkru sinni eftir styrjöldina, en mest hef- ur hún orðið á því tímabili, tæplega 30 þús. sniál. árið 1947. Eins og nú horfir um sölu n óverlcuðum saltfiski, er ekki fjarri lagi að ætla, að selja megi allt að 25 þús. smál. af honum og yrði þá að verka allt að 15 þús. smáh, sem mundi samsvara nær 9000 smál. af fullverkuðum fiski. Verður þó að telja vafasamt, að unnt verði að ljúka svo niikilli þurrfiskframleiðslu á þessu ári. Ef unnt verður að halda áfram þurrkhúsbygg- ■ngum eftir því sem þörf gerist, er ekki í ráleitt að hugsa sér þurrfiskframleiðslu, ei' næmi árlega 30 þús. smál. Hefði það a- m. k. ekki þótt ýkjamikið á tímabilinu ^yrir styrjöldina, þegar útflutningur á verkuðum fiski komst yfir 60 þús. smál. a einu ári. Jafnframt mundi að sjálfsögðu l|tflutningur óverkaðs saltfisks minnka stórlega. Samanborið við þá gífurlegu eyðilegg- Jngu verðmæta, sem flestar ófriðarþjóðanna urðu að þola, mun óhætt að segja, að við íslendingar höfum komizt lítt skaddaðir út Ur ófriðnum. Á meðan aðrar þjóðir, og þar a meðal helztu samkeppnisþjóðir okkar á sviði fiskveiðanna eyddu allri orku sinni i styrjaldarreksturinn, gátum við haldið á- ham að einbeita okkur að rekstri atvinnu- vega okkar á friðsaman hátt. Vegna hinna niiklu þarfa styrjaldarþjóðanna fyrir mat- væli og einkum eggjahvíturík matvæli voru lítil vandkvæði á því að selja allt það, sem við gátum framleitt og ekki var neytt í landinu sjálfu. Ein afleiðingin af þessu var stóraukin framleiðsla og í öðru lagi ger- breyting á framleiðsluháttum í ýmsum greinum frá því, sem verið hafði fyrir styrjöldina. Að styrjöldinni lokinni gátum við enn um stund haldið áfram á þessari hraut vegna þess, hversu eftirspurnin eftir matvælum var gífurlega mikil, en matvæla- framleiðsla styrjaldarþjóðanna hafði gold- ið feikilegt afhroð vegna stríðsins og hlaut að taka nokkurn tíma áður en það tjón yrði bætt. Verðlag á aðalframleiðsluvörum okkar fór einnig hækkandi að lokinni styrj- öldinni. Þessi þróun villti mönnum nokkuð sýn fyrst í stað og er eins og menn eigi nú erfitt með að átta sig á þvi, að ekki sé enn auðvelt að selja nær ótakmarkað magn á háu verði. Samkeppnin á mörkuðunum. Fyrir styrjöldina áttum við í harðri sam- keppni um sölu á flestum framleiðsluvör- um okkar. Gætti þar hvort tveggja sam- keppni frá sams konar vörum annarra þjóða og ekki sízt var um að ræða sam- keppni skyldra vörutegunda, sem gátu að einhverju eða öllu leyti komið í stað þeirra afurða, sem við framleiddum til útflutnings. Það þurfti því ekki að koma svo mjög á óvart að gæta færi slíkrar samkeppni á nýjan leik, þegar frá liði styrjöldinni og iramleiðslan í heiminum færi aftur að fær- ast í hið fyrra horf. Nú er þessi samkeppni orðin mjög á- þreifanleg og ekki von til þess, að við get- um selt framleiðslu okkar, nema við stönd- umst framleiðsluna, bæði að því er snertir gæði og verð afurðanna. En til þess að svo megi verða, var m. a. óhjákvæmilegt að lækka gengið til þess á þann hátt að hækka verð útflutningsafurðanna í krónum, og vega þannig á móti hinum geysilega háa framleiðslukostnaði, en jafnframt að gera framleiðendum útflutningsafurðanna kleift að selja vörur sínar á samkeppnisfæru verði, því það eitt er víst, að enginn kaupir af okkur vörur, meðan unnt er að fá ann- ars staðar frá sambærilegar vörur að gæð- um við lægra verði.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað: 5. Tölublað (01.05.1950)
https://timarit.is/issue/313014

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

5. Tölublað (01.05.1950)

Aðgerðir: