Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1950, Blaðsíða 4

Ægir - 01.05.1950, Blaðsíða 4
82 Æ G I R Of mikill fiskur i ar. Grein sú, er hér fer á eftir i lauslegri þijðingu, birtist í þijzka blaðinu „Nordsee Zeitung“ 22. apríl siðastl. Hér er þvi haldið fram, að þýzkir togarar geti einnig fullnægt eftirspurn eftir nýjum fiski á sildvciðitíman- um, og því sé ekki þörf á fiski frá Islandi i sumar. Þýzkir útgerðarmenn eru af skiljanleg- um ástæðum talsvert hugsandi út af þeirn samningum við ísland, sem nú nýlega er lokið, þvi að það er nú einu sinni svo, að það er erfitt að selja fisk, og af þessu leiðir að taka þarf tillit til framtíðarinnar og hugsa um hvað næs.t skal gera. Nokkru siðar varð þetta Ijósara vegna gengisfalls islenzku krónunnar um ca. 40% og þeirra breytinga, sem af því leiddi. Svo sem kunn- ugt er, er í samningnum gert ráð fyrir inn- flutningi til Þýzkalands fyrir $ 2% millj. Af þessari upphæð er 1.8 millj. fyrir nýjan fisk (þar með talinn hraðfrystur fiskur fyrir $ 0.2 millj.), 0.4 millj. fyrir saltsíld, 0.2 rnillj. fyrir nýja síld og $ 0.1 millj. fyrir söltuð flök, saltfisk og þurrlcaðan fisk. Þegar hugsað er fyrir framtíðinni verður annars vegar að taka tillit til vaxanda af- kasta þýzka togaraflotans í ár og hins vegar til þess, að kaupmáttur almennings verður ekki eins mikill og i fyrra, þegar hægt var að selja eitthvað 250 000 smál. af fiski. Hér verður að gæta þess, að í þessu magni eru talin 160 000 tonn af sild, sem að nokkru leyti hefði ekki selzt nema með styrkjum. Árið 1950 er gert ráð fyrir, að ekki þurfi nema 120 000 tonn af sil'd. Til þess að veiða hana þarf þá heldur alls ekki allan flotann, og af því leiðir, að gagnstætt árinu áður, verður talsvert af skipum afgangs til fersk- fiskveiða. Reiknað hefur verið með því, að 170 togarar, sem gera 7 túra hver upp á 2000 Ztr. geti landað því sildarmagni sem með þarf. Eftir verða þá 82 togarar, og hljóta þeir af tekniskum og praktiskuin á- stæðum að vera þeir stærstu. Ættu þeir að vandalausu að geta landað yfir 90 000 smál. af ferskum fiski á vertíðinni, þ. e. yfir 18 000 tonn á mánuði. Nú vaknar sú úrslita-spurning, hvort hægt sé að selja innfluttan ísfisk til við- bótar. Ef gengið er út frá þeim 2.5 millj. dollara (ca. TV2 millj. mörk), sem flytja á inn innan „open individuael licence system", þyrfti að reikna með 25 000‘tonn- um af ísfiski á 15 pf. pundið, sem íslend- ingar þurfa sem lámarksverð, til þess að fylla samninginn. Vegna gengisfallsins verður þetta nú að minnsta kosti 30 000 tonn. Hugmynd íslendinga er að flytja hingað 12% í ágúst, 28% í september, 40% í október, 16% í nóvember og 4% í des- ember. Á timabilinu ágúst—desember á ár- inu sem leið voru flutt inn alls 39 650 tonn af ísfiski frá íslandi, og þar við bætist á sama tímabili 49 300 tonn, sem þjóðverjar veiddu sjálfir. Alls gerir þetta 89 150 tonn, sem flutt voru á þýzkan markað. Á hinn bóginn stendur þetta fiskmagn einmitt heima við það fiskmagn, sem hægt verður að landa auk síldaraflans. Nú fluttu Is- lendingar inn fisk á siðastliðnu ári fyrii' fast verð (eftir tegundum, með haus eða hauslausan), og þurfti því að verðbæta hann vegna versnandi markaðs með ca. 24 milljón marka milligreiðslu, að því er talið er. Hér er það almennt álitið, að eftii' reynslu undanfarinna ára verði í mesta lagi hægt að selja 17 000 tonn af nýjuni fiski á mánuði. Með því að þetta magn

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað: 5. Tölublað (01.05.1950)
https://timarit.is/issue/313014

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

5. Tölublað (01.05.1950)

Aðgerðir: